Setningarathöfn Menningarviku í Grindavíkurkirkju kl. 16:00 í dag

  • Fréttir
  • 10. mars 2018
Setningarathöfn Menningarviku í Grindavíkurkirkju kl. 16:00 í dag

Að venju verður glæsileg opnunarhátíð haldin við upphaf Menningarviku í Grindavíkurkirkju. Bæjarlistamaður Grindavíkur verður tilnefndur og fjöldi ungra söngvara stígur á stokk. Söngskóli Emilíu hefur verið með söngnámskeið í Grindavíkurbæ síðastliðna mánuði og á opnunarhátíðinni fá gestir að njóta afraksturs þrotlausra æfinga ungra söngvara í Grindavík. Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar að hátíð lokinni og eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta. Opnunarhátið Menningarviku hefst klukkan 16:00

Dagskrá Menningarviku laugardaginn 10. mars

11:00-17:00 SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM. Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum er ókeypis á öll söfn, þar á meðal Kvikuna. Allir velkomnir á opnunartíma og um að gera að heimsækja viðburði innanbæjar og hjá nágrönnum okkar á Suðurnesjum
13:00-16:00 Kvikan, SALTFISKSÝNING opin gestum
13:00-16:00 Kvikan, HJARTSLÁTTUR – FÓLKIÐ SEM BYGGIR JÖRÐINA. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara
13:00 – 17:00 Kvennó, SÖGUSLÓÐIR, saga Grindavíkur skoðuð útfrá persónusögu fjögurra einstaklinga sem bjuggu í Grindavík á fyrrihluta 20. aldar
14:00-17:00 Framsóknarhúsið, sýningaropnun. ÞORPIÐ – ÞÓRKÖTLUSTAÐARHVERFIÐ. Sýning á ljósmyndum Sólveigar M. Jónsdóttur, ljósmyndara
14:00 Víðihlíð, BLÍTT OG LÉTT hópurinn úr Vestmannaeyjum heimsækir Víðihlíð
16:00 Grindavíkurkirkja, FORMLEG SETNING MENNINGARVIKU 2018. Bæjarlistamaður tilnefndur, söngur og skemmtun og eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheimilið í veitingar 
22:00 Salthúsið, BLÍTT OG LÉTT hópurinn úr Vestmannaeyjum með tónleika. Aðgangseyrir 2.500 kr. miðar seldir við innganginn og í forsölu
22:00 Fish House Bar&Grill, HLYN&PROJECT WHISTLING GYPSY, DJ GEIR FLOVENT og 80‘s KVÖLD
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Menningarfréttir / 19. mars 2018

Húsfyllir á Grindavíkurkróniku á Bryggjunni

Íţróttafréttir / 19. mars 2018

Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

Grunnskólafréttir / 16. mars 2018

Kennaranemar í heimsókn frá Danmörku

Fréttir / 16. mars 2018

Umsókn um dvöl í Orlofshús í VG

Menningarfréttir / 16. mars 2018

Tvennir tónleikar á Menningarviku í kvöld

Íţróttafréttir / 15. mars 2018

Ađalfundi UMFG frestađ til 19. mars

Grunnskólafréttir / 15. mars 2018

Glćsilegur árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Menningarfréttir / 15. mars 2018

Tónlistin í fyrirrúmi á Menningarviku í dag

Menningarfréttir / 14. mars 2018

Forsala miđa á Galdrakarlinn í Oz í fullum gangi

Menningarfréttir / 14. mars 2018

Grafík á Fish house á laugardaginn

Menningarfréttir / 14. mars 2018

Bíókvöld í Bakka 16. mars - Ég man ţig

Bókasafnsfréttir / 14. mars 2018

Stjörnu-Sćvar heimsćkir bókasafniđ í kvöld