Listasmiđjan á morgun

  • Fréttir
  • 9. mars 2018

Allir sem áhuga hafa á að skapa og leika sér eru velkomnir í Hópsskóla laugardaginn 10. mars. Við byrjum klukkan eitt og leikum okkur og sköpum til klukkan þrjú. Við höfum safnað að okkur ýmiskonar efnivið sem fær nýtt hlutverk í höndum okkar. Mikilvægt er að mæta með opinn huga og jákvæðni því allt getur gerst á þessum skemmtilega degi. Börn og fullorðnir á öllum aldri eru velkomin.
 
Að smiðjunni standa Álfheiður Ingibjörg, Dóra Sigtryggs, Kristín E. Pálsdóttir og Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Kristínu Páls kristin.visirhf@simnet.is 
Staður og stund: Hópsskóli, laugardaginn 10. mars frá klukkan 13:00 til 15:00.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá listasmiðjum síðustu fjögur árin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!