Hjartsláttur - Fólkiđ sem byggir jörđina - Sýning á verkum leikskólabarna í Kvikunni 

  • Fréttir
  • 9. mars 2018
Hjartsláttur - Fólkiđ sem byggir jörđina - Sýning á verkum leikskólabarna í Kvikunni 

Á Safnahelginni 2018 opnar sýningin Hjartsláttur – Fólkið sem byggir jörðina, í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur og er opin alla Menningarvikuna frá 10.-18. mars klukkan 12:00-16:00, en opnun sýningarinnar í dag verður kl. 13:00. Á sýningunni verða sýnd verk unnin í samstarfi Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur, myndhöggvara og leikskólabarna í Grindavík, á leikskólunum Króki og Laut. 

Kvikan verður opin alla daga frá 12:00-16:00 og boðið verður uppá ýmsa viðburði sem tengjast sýningunni. Sýningin opnar föstudaginn 9. mars klukkan 13:00 og eru allir velkomnir að koma í Kvikuna og sjá afrakstur samvinnu nemenda, kennara og Önnu Sigríðar. 

Undirbúningur hefur staðið frá síðasta hausti og megináherslan í þessu verkefni hefur verið að fjalla um og skoða það sem er sameiginlegt og líkt með fólkinu sem byggir jörðina. Of oft einblínum við á það sem er frábrugðið og það sem sundrar, en hér vilja ungu listamennirnir horfa á það sem við eigum öll sameiginlegt og það sem einkennir okkur sem manneskjur. 

Ungu listamennirnir hafa teiknað myndir af höndum og fótum í öllum regnbogans litum, þau hafa talað saman um hjörtun okkar og velt því fyrir sér hvaða sameiginlegu tilfinningar búa innra með okkur öllum. Flest barnanna töluðu um það góða og gleðina sem býr í hjartanu og hjartsláttinn, sem er taktur alls sem lifir.


Síðustu vikur hafa listamennirnir verið að smíða hljóðfæri, m.a. kassatrommur en í þeirri vinnu lögðu þau áherslu á samvinnu og það að deila með öðrum og byggja upp sameiginlegt hljóðfæri sem er sameign allra.

Þetta eru mikilvægir eiginleikar til að viðhalda friði og sameiningu mannkynsins.
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

Grunnskólafréttir / 16. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni

Fréttir / 7. september 2018

Opiđ sviđ á Fish house í kvöld

Fréttir / 6. september 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Grunnskólafréttir / 5. september 2018

Heimilisfrćđi er skemmtileg

Grunnskólafréttir / 5. september 2018

Vegleg gjöf frá Kvenfélagi Grindavíkur

Tónlistaskólafréttir / 5. september 2018

Tónlistarskólinn getur bćtt viđ örfáum nemendum á slagverk!

Bókasafnsfréttir / 4. september 2018

Fjölnotapokar gefins til notenda bókasafnsins