Vinnuskóli 2018

  • Grindavíkurbćr
  • 15. maí 2018

Vinnuskóli Grindavíkurbæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. - 10. bekk grunnskólanna sem eru með lögheimili í Grindavík geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Einnig er 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið. Lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs.

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Björg Erlingsdóttir bjorg@grindavik.is hefur yfirumsjón með Vinnuskólanum, Vignir Friðbjörnsson er yfirverkstjóri.

Handbók Vinnuskólans sumarið 2018 er aðgengileg hér að neðan. Í handbókinni er að finna tímasetningar á vinnu hópanna, laun og hverfaskiptingu, upplýsingar um vinnutíma og þau leyfi sem skila þarf inn. 

Handbók vinnuskólans 2018

Sérstakur kynningarfundur um starfsemi Vinnuskóla Grindavíkur verður haldinn í Grunnskóla Grindavíkur sem hér segir:

- Þriðjudaginn 5. júní kl. 14:00 fyrir nemendur fædda 2002, 2003 og 2004 (8.-10. bekk). Foreldrar/forráðamenn velkomnir með á fundinn. Á fundinum verður farið yfir verkefni sumarsins, skiptingu í hópa, vinnureglur og launakjör. 
- Litið er svo á að ef ungmenni mætir ekki á fundinn eða tilkynnir ekki forföll muni hann ekki þiggja vinnu við Vinnuskólann

Leyfisbréf fyrir vinnuskólann


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR