Fundur 1470

  • Bćjarráđ
  • 7. febrúar 2018

1470. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 6. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1610059 - Grindavíkurbær: Heilsueflandi samfélag
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Umsókn vegna heilsueflandi samfélags lögð fram.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur bæjarstjóra að undirrita umsóknina og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

2. 1710045 - Leikskólar: Ályktun um stöðu barna
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð tekur undir sjónarmið fræðslunefndar um að ákvörðun um fjölda barna í leikskólum séu á forræði leikskólastjóra.

Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að fá gögn fá leikskólastjórum um fjölda barna sem tekin verða inn næsta skólaár fyrir fyrsta bæjarráðsfund í mars.

3. 1801070 - Leikskólinn Laut: Beiðni um launalaust leyfi
Andrea Karen Jónsdóttir óskar eftir launalausu leyfi til ársloka 2018. Skólastjóri leikskólans Lautar gerir ekki athugasemdir við leyfisbeiðnina.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

4. 1802007 - Efrahóp 16: Beiðni um lokaúttekt
Byggingafulltrúi mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór hann yfir málið.

Bæjarráð samþykkir að fá verkfræðistofuna Hnit til að gera lokaúttekt.

5. 1801082 - Beiðni um viðauka: innrétting Víðihlíð
Byggingafulltrúi mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór hann yfir málið.

Óskað er eftir viðauka vegna endurnýjunar á eldhúsinréttingu í 1. íbúð uppá 1.470.000.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.470.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

6. 1712050 - Melhóll jarðvegslosun: Útboð
Byggingafulltrúi mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór hann yfir málið.

Drög að samningi lögð fram.

Bæjarstjóra er falið að kynna Ellert Skúlasyni samninginn með áorðnum breytingum.

7. 1801061 - Suðurnesjalína 2: Mat á umhverfisáhrifum
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja fer þess á leit að Grindavíkurbær veiti samþykki fyrir kynningu vegna breytinga á vatnsverndarsvæði og lagningu flugbrauta.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að kynningin fari fram.

8. 1712058 - Bæjarskrifstofa Grindavíkur: Reglur um fundaraðstöðu
Reglur um notkun á fundaraðstöðu á bæjarskrifstofu Grindavíkur lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir reglurnar.

9. 1801072 - Fibra ehf: Lóðargjöld vegna Efrahóps 1

Bæjarráð hafnar frekari greiðslufresti á gatnagerðargjöldum vegna Efrahóps 1 og felur byggingafulltrúa að afturkalla lóðina með 30 daga fyrirvara.

10. 1705058 - Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík
Bæjarráð tilnefnir Pál Jóhann Pálsson sem aðalmann og Ásrúnu Kristinsdóttur til vara.

11. 1801076 - Styrkbeiðni: 50 ára afmæli Kvennakórs Suðurnesja
Kvennakór Suðurnesja óskar eftir styrk vegna 50 ára afmælis kórsins þann 22. febrúar nk.

Bæjarráð samþykkir að styrkja kórinn um 30.000 kr. sem tekið verði af lið 05891-9955.

12. 1708084 - Fasteignagjöld 2018
Lagðar fram niðurstöðutölur álagningar fasteignagjalda 2018.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135