Fundur 37

  • Afgreiđslunefnd byggingamála
  • 23. janúar 2018

37. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 22. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1712068 - Reykjanesvirkjun: breyting á deiliskipulagi
Tekin fyrir óverulega breyting á deiliskipulagi Reykjanesvirkjunar. Breytingin tekur til legu lagna og heita á borholu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2 mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. 1712081 - Gunnuhver: umsókn um framkvæmdaleyfi
Erindi frá Reykjanesjarðvangi. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi við Gunnuhver. Framkvæmdin felur í sér gerð bílastæða, göngustíga og áningarstaða. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt skv. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3. 1801018 - Laut: deiliskipulag
Málinu frestað.

4. 1801017 - Staðarhraun/Heiðarhraun: deiliskipulag

Málinu frestað.

5. 1801021 - Hópshverfi austur: deiliskipulag
Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag austan Hópsbrautar. Deiliskipulagslýsing er undanfari deiliskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing að deiliskipulagi fyrir svæðið verði samþykkt skv. 1 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

6. 1704025 - Deiliskipulag: Húsatóftir eldisstöð.
Deiliskipulag Húsatófta tekið fyrir eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust og beðið er eftir umsögnum Umhverfisstofnunar og HES. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt verði umsagnir Umhverfisstofnunar og HES jákvæðar og skipulagsfulltrúa falin tillagan til fullnaðarafgreiðslu skv. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. 1801024 - Hólmasund 2 og 4: Umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Pure Icelandic Energy. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði ásamt sameiningu lóðanna Hólmasund 2 og 4. Erindinu fylgja teikningar unnar af Batteríinu arkitektum. Skipulagsnefnd telur inn- og útkeyrslu við suðurenda of þrönga ef farið er út fyrir byggingarreit með þeim hætti sem lýst er á teikningu. Einnig myndi útsýni við gatnamót skerðast. Erindinu er hafnað.

8. 1801061 - Suðurnesjalína 2: Mat á umhverfisáhrifum
Drög að matskáætlun Suðurnesjalínu 2 tekin fyrir í samræmi við reglugerð um mat á umhverfisáhrifum. Í drögum er m.a. gerð grein fyrir :
- Valkostagreiningu, þ.e. hvaða valkostir er lagt til að meta í mati á umhverfisáhrifum.
- Helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar.
- Hvernig staðið verði að mati á umhverfisáhrifum: Matsspurningar, gögn sem verður stuðst við og nýjar rannsóknir sem verður aflað.
- Fyrirkomulagi kynninga og samráðs.
- Framsetning gagna í frummatsskýrslu.

Skipulagsnefnd tekur undir þau sjónarmið að lagnaleiðir F, G og J verði ekki skoðaðar nánar þar sem þær lagnaleiðir eru í gegnum sérstaklega viðkvæm svæði. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drögin.

9. 1801060 - Tangarsund 5: fyrirspurning um íþróttasal
Erindi frá HH Smíði. Í erindinu er óskað eftir leyfi til þess að hafa aðstöðu til hópþjálfunar á 2. hæð við Tangarsund 5. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs, HES og Vinnueftirlits. Skipulagsnefnd bendir á að sækja þarf um breytingu á byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

10. 1701041 - Steinar: umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Jóni Guðmundi Ottóssyni f.h. fasteignafélagsins Steinar ehf. kt. 690715-0820. Í erindinu er óskað eftir breyttri notkun á Steinum í gistiheimili.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

11. 1712048 - Efrahóp 28: fyrirspurn um breytingu á byggingarreit
Erindi frá Einari Sveini Jónssyni. Í erindinu er óskað eftir breytingum á byggingarreit.

Skipulagsnefnd telur að stækkun á byggingarreit sé það óveruleg að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn sbr. 3 mgr. skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afstöðumyndina.

12. 1801011F -
Lagt fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135