Fundur 71

  • Frćđslunefnd
  • 11. janúar 2018

71. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 8. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Klara Halldórsdóttir aðalmaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Ómar Örn Sævarsson aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Valdís Inga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri, Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir grunnskólastjóri, Inga Þórðardóttir tónlistarskólastjóri, Sæborg Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Eva Rún Barðadóttir áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Yfirsálfræðingur.

 

Dagskrá:

1. 1711009 - Hvatningarverðlaun fræðslunefndar
Lögð fram drög að verklagsreglum fyrir hvatningarverðlaun fræðslunefndar. Fræðslunefnd vísar verklagsreglum til bæjarráðs.

2. 1705016 - Ytra mat sveitarfélags á skólastarfi
Lögð fram ný áætlun um ytra mat sveitarfélags á öllum skólastofnunum sem tilheyra starfssviði fræðslunefndar. Fræðslunefnd felur sviðstjóra fræðslumála að skoða möguleika á ytra mati á tónlistarskóla og skólaþjónustu til viðbótar við mat á öðrum skólastofnunum. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi nefndarinnar í mars.

3. 1712080 - Viðbragðsáætlun vegna smittilfella
Lagt fram minnisblað frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur þar sem lýst er hugmyndum um að mögulega væri æskilegt að setja niður verkferla við alvarleg smittilfelli sem upp geta komið í stofnunum á vegum sveitarfélagsins. Kolbrún Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur HSS sat undir þessum lið. Starfsfólk Lautar stóð sig vel þegar smittilfelli kom upp í nóvember sl. og er ákveðinn þekkingargrunnur þar sem leita má í. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að móta verklag í samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að bregðast við smittilfellum í stofnunum bæjarins.

4. 1712047 - Skólaheilsugæsla: Aðstöðumál
Lagt fram minnisblað um hlutverk skóla varðandi aðstæður skólaheilsugæslu ásamt skýrslu hjúkrunarfræðings frá síðasta skólaári. Aðstaða og verkefni skólaheilsugæslu kynnt fræðslunefnd.

5. 1801006 - Námsvist utan lögheimlis: Almenn viðmið
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um námsvist utan lögheimilis í þeim tilgangi að upplýsa nefndina og e.t.v. kalla eftir fleiri sjónarmiðum sem kunna að eiga að vera ráðandi varðandi almenna stefnumótun í málinu. Fræðslunefnd telur að sviðsstjóri í samráði við skólastjóra geti best metið hvert einstakt tilvik sem sækir um námsvist utan lögheimilis sveitarfélags.

6. 1711093 - Ytra mat Námsmatsstofnunar á Grunnskóla Grindavíkur

Lögð fram til kynningar bréf og glærusýning sem upplýsa um ferli við ytra mat á Grunnskóla Grindavíkur sem fram fer í janúar á vegum Námsmatsstofnunar.

7. 1712072 - Skólapúlsinn: nemendakönnun 2017-2018
Lagðar fram niðurstöður úr fyrstu tveimur mælingum á nemendakönnun skólapúlsins á skólaárinu.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134