Vésteinn GK 88 er nýjasta viđbótin í flota Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 9. febrúar 2018

Bátunum hjá útgerðarfyrirtækinu Einhamar Seafood fjölgaði um einn í gær þegar Vésteinn GK 88 var sjósettur í Hafnarfirði. Vésteinn er væntanlegur til heimahafnar eftir helgi þegar helstu prófunum á sjófærni og búnaði er lokið. Vésteinn er þriðji báturinn í flota Einhamars en fyrir gerði fyrirtækið út Auði Vésteins SU 88 og Gísla Súrsson GK 8. Skipstjóri Vésteins verður Guðmundur Theódór Ríkharðsson.

Vésteinn GK sjósettur í Hafnarfirði

Vésteinn er samskonar bátur og Auður og Gísli, en skipin eru öll smíðuð hjá Trefjum, eru tæp 30 brúttótonn og rétt tæpir 15 metrar á lengd.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir