Grindavík tapađi heima gegn Hamri í framlengdum leik

  • Körfubolti
  • 7. febrúar 2018

Grindavík og Hamar mættust í hörkuspennandi leik í 1. deild kvenna hér í Grindavík í gærkvöldi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Grindavík hóf leikinn af miklum krafti og leiddi í hálfleik, 33-19. Gestirnir sóttu hins vegar mjög í sig veðrið í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 57-57 rétt fyrir leikslok. Grindavík fékk 4 færi til að klára leikinn í venjulegum leiktíma en ofan í vildi boltinn ekki og þurfti því að grípa til framlengingar.

Gestirnir frá Hveragerði voru heldur sterkari í framlengingunni og unnu að lokum 5 stiga sigur, 60-65. Stigahæstar Grindvíkinga voru þær Halla Emilía Garðarsdóttir og Svanhvít Ósk Snorradóttir með 10 stig hvor en Elsa Albertsdóttir reif niður 15 fráköst í leiknum, þar af 6 sóknarfráköst.

Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn Ármanni laugardaginn 10. febrúar

Tölfræði leiksins

Mynd - Benóný Þórhallsson (Myndasafn)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir