Sprotasjóđur styrkir náttúrufrćđikennslu í Grunnskóla Grindavíkur

  • Grunnskólinn
  • 31. janúar 2018
Sprotasjóđur styrkir náttúrufrćđikennslu í Grunnskóla Grindavíkur

Þórunn Alda Gylfadóttir, náttúrufræðikennari við Grunnskóla Grindavíkur, hlaut síðastliðið vor styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins: Þróun kennsluhátta í náttúrufræðigreinum við Grunnskóla Grindavíkur. Upphæð styrksins er 1.500.000 kr. Þórunn Alda hefur verið náttúrufræðikennari við Grunnskóla Grindavíkur síðastliðin 5 ár og hefur kennslan hjá henni verið mjög metnaðarfull og skemmtileg.

Þórunn Alda sótti um styrkinn ásamt Karítas Nínu Viðarsdóttir með það að markmiði að þróa bæði kennslu og námsefni í samstarfi við Reykjanes Geopark, sjávarútveg og annarra fyrirtækja í nærumhverfinu með von um að það verði til að auka og dýpka skilning nemenda, áhuga og hæfni á vísindum sem nýtast þeim í daglegu lífi og til framtíðar.

Við heyrðum aðeins í Þórunni og forvitnuðumst um þetta spennandi verkefni

Við viljum leggja meiri áherslu á kennslu um nærumhverfið og hvað við höfum fjölbreytt umhverfi, gróður og dýralíf. Útikennsla verður áberandi á haust- og vormánuðum þar sem veðrið er betra en yfir háveturinn. Við erum að þróa verkefni sem stuðla að útikennslu um okkar nærumhverfi og höfum þetta skólaár til að byrja og sjá hvað er að virka og hvað við þurfum að gera til að gera þetta áhugavert fyrir nemendur.

Fyrsta verkefnið er um okkar ástkæru Bót og er ég búin að fara með nemendur í 8. bekk í vettvangsferðir þangað til að kynnast umhverfinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Nemendur fengu það verkefni að skoða fuglalífið og spá í því hvað þeir væru að gera, svona lítil atferlisrannsókn, aðrir voru að skoða þangið sem er að finna í fjörunni og hvernig það skiptir sér niður á svæði og að lokum skoðuðum við lífríkið og nokkrir fengu það verkefni að kanna hvað á ekki heima í fjörunni. Við eigum eftir að fara nokkrar ferðir þangað áður en að veturinn kemur.

Við byrjuðum samt haustið á að skoða plastnotkun okkar og hvað það er mikið plast í umhverfinu okkar og hvað getum við gert til að minnka plastnotkun. Nokkrar góðar hugmyndir komu frá nemendum eins og að ekki setja plastlokið á einnota glösin sem við fáum á skyndibitastöðum og að sleppa rörinu líka þá erum við strax að spara plast. Skipta út plastpokum fyrir margnota poka. Við fórum út til þess að tína eingöngu plast og kom það nemendum á óvart hvað það var mikið af því í umhverfinu okkar og voru þau að finna mikið magn af plaströrum."

Þórunn Alda er búin að fara nokkrar ferðir með nemendur í nýja útikennslusvæðið okkar á Mánagötunni. Hún er mjög ánægð með nýju aðstöðuna og kem til með að nota það mjög mikið í útikennslunni. Nemendur eru einnig ánægðir með að komast í annað umhverfi til að auka þekkingu sína.

„Við komum til með að þróa fleiri verkefni í vetur, þetta er skemmtilegt verkefni, að geta sett okkar eigið umhverfi í forgang í náttúrufræðikennslu."

Við látum fylgja með nokkrar myndir frá haustinu.

 

Þessi grein birtist upphaflega í 2. tbl. Járngerðar 2017

 

 


Deildu ţessari frétt