Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum

  • Knattspyrna
  • 16. janúar 2018

Leikmannahópur Grindavíkur fyrir komandi sumar í Pepsi-deild karla er óðum að taka á sig mynd. Á dögunum var gengið frá nýjum samningum við tvo leikmenn og um leið tilkynnt að aðrir tveir væru á leið frá liðinu. Þeir Björn Berg Bryde og Hákon Ívar Ólafsson hafa báðir framlengt sína samninga við liðið en þeir Magnús Björgvinsson og Milos Zeravica munu leita á önnur mið.

Björn Berg er miðvörður sem kom til Grindavíkur frá FH fyrir sumarið 2012. Hann er 25 ára og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Grindavík og hefur verið einn af burðarásnum í vörn liðsins undanfarin ár. Hann spilaði sextán leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.

Hákon Ívar er 22 ára gamall kantmaður sem spilaði níu leiki í Pepsi-deildinni í fyrra. Hákon er uppalinn hjá Grindavík en hann var í láni hjá Haukum árið 2016.

Magnús Björgvinsson er uppalinn hjá Stjörnunni en hefur leikið með Grindavík síðan árið 2011. Hann er fæddur 1987 en hann lék aðeins 5 leiki síðastliðið sumar og glímdi við meiðsli meira og minna allt tímabilið.

Zeravica er miðjumaður frá Bosníu og Hersegóvínu og átti virkilega góða innkomu í lið Grindavíkur í Pepsi-deildinni í fyrra. Zeravica skoraði eitt mark í tuttugu leikjum í deildinni en hann hefur núna samið við Borac Banja Luka í heimalandinu.

Þá er Grindvíkingar eru ennþá í viðræðum um framlengingu á samningi við spænska framherjann Juanma Ortiz en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár. Einnig er staða markvarðarins Maciej Majewski óljós en hann er samningslaus.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir