Aron Jóhannsson til Grindavíkur

  • Knattspyrna
  • 8. janúar 2018

Grindvíkingar hafa fengið til sín nýjan leikmann fyrir komandi baráttu í Pepsi-deildinni í sumar, en það er miðjumaðurinn Aron Jóhannsson sem kemur til liðsins frá Haukum. Aron skrifaði undir 3 ára samning við liðið, en hann er fæddur árið 1994 og hefur leikið bæði með U17 og U19 ára landsliðum Íslands. 

Frétt fótbolta.net um félagaskiptin:

Grindavík hefur fengið miðjumanninn Aron Jóhannsson til liðs við sig frá Haukum. Aron skrifaði undir þriggja ára samning hjá Grindavík í dag en hann hafði í haust fengið leyfi til að fara frá Haukum.

Hinn 23 ára gamli Aron hefur verið í lykilhlutverki hjá Haukum undanfarin ár. Árið 2016 var hann valinn besti leikmaður tímabilsins hjá liðinu.

Síðastliðið skoraði Aron þrjú mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni þegar Haukar enduðu í 7. sæti.

Samtals hefur Aron skorað tuttugu mörk í 134 deildar og bikarleikjum með Haukum á ferlinum en hann var einungis 16 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi-deildinni árið 2010.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir