Ţakkir til Grindvíkinga frá ađstandendum Guđmundar Atla

  • Fréttir
  • 11. desember 2017

Suðurnesjamenn hafa sýnt samtakamátt sinn síðustu daga og lagt Guðmundi Atla Helgasyni og fjölskyldu hans lið í baráttu Guðmundar við bráðahvítblæði. Helgina 1.-3. desember héldu íþróttafélögin á svæðinu söfnun en hér í Grindavík var m.a. stórt körfubolta- fótbolta-, sund- og skákmót. Allir hafa lagst á eitt og vilja langafi og langafa Guðmundar, Grindvíkingingarnir Gunnar Sigurðsson og Stefanía Bragadóttir, koma á framfæri sérstaklega góðum þökkum til Grindvíkinga fyrir stuðninginn.

Guðmundur, eða Gummi eins og hann er oftast kallaður, mun eyða jólunum á sjúkrahúsi í Huddinge í Svíþjóð. Þeir sem vilja styrkja Gumma og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi styrktareikning:

Kt: 190808-4080, Reikn: 0542-14-404971.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!