Tvennir tónleikar á Fish house, 14. og 16. desember

  • Menningarfréttir
  • 28. nóvember 2017

Framundan eru tvennir tónleikar á Fish house - Bar & grill í desember. Þann 14. stíga þeir félagar Andri og Stebbi í Föstudagslögunum á stokk. Miðaverð 2.900 kr. Þann 16. desember eru svo stórtónleikar Jónasar Sig og Ritvéla framtíðarinnar. Nánar upplýsingar um þá tónleika hér fyrir neðan:

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar spila í Fish House í Grindavík laugardaginn 16. desember!

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir lifandi flutning á lögum og textum Jónasar en hann hefur gefið út þrjár plötur og hafa fjölmörg lög hlotið verðskuldaða athygli og ratað hátt á vinsældarlistum landsins.

Á tónleikunum verður hægt að kaupa "best of" plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óútgefnu efni, en sú plata kom út í fyrra og hefur bara fengist á tónleikum hljómsveitarinnar.

Tónleikar hefjast kl. 22.00

Miðaverð er 4500 í forsölu á midi.is en 4900 í hurð


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!