Grindavíkurbær auglýsir eftir aðilum til að sinna daggæslu barna í heimahúsi

  • Stjórnsýsla
  • 22. nóvember 2017

Mikil eftirspurn hefur verið undanfarin misseri eftir þjónustu dagforeldra í Grindavík. Daggæsla barna í heimahúsi er mikilvæg þjónusta gagnvart foreldrum barna sem hafa hug á því að snúa aftur á vinnumarkað við lok fæðingarorlofs. Þá er þjónustan ekki síður mikilvæg til að brúa bilið í þeim tilvikum sem börn verða 18 mánaða eftir að leikskólastarf hefst á haustin. 

Grindavíkurbær styður á margvíslegan hátt við starfsemi dagforeldra í sveitarfélaginu:


a) Með niðurgreiðslum gjalda (kr. 55.000,- fyrir hjón og kr. 65.000,- fyrir einstæða m.v. 8 klst. vistun)
b) Með auknum niðurgreiðslum gjalda vegna barna sem náð hafa 18 mánaða aldri
c) Með styrkjum til að sækja námskeið til verðandi dagforeldra og dagforeldra með bráðabirgðaleyfi
d) Með árlegum búnaðarstyrk til dagforeldra
e) Með því að leggja til húsnæði til útleigu fyrir starfsemi dagforeldra

Þrátt fyrir framangreindan stuðning sveitarfélagsins við starfsemi dagforeldra hefur ekki ákjósanlegur fjöldi daggæslurýma náðst í sveitarfélaginu. 

Bæjaryfirvöld hafa vilja til að styðja enn frekar við starfsemina með því að veita húsnæðisstyrk til þeirra sem sinna daggæslu í heimahúsi. Styrkurinn myndi nema kr. 15.000,- á hvert barn í daggæslu eða kr. 75.000,- m.v. fimm börn í daggæslu hverju sinni. Ef tveir aðilar myndu sameinast um daggæslu í heimahúsi myndi styrkurinn renna til þess aðila sem leggur heimili sitt til rekstursins. 

Með vísan til framanritaðs auglýsir Grindavíkurbær eftir aðilum til að sinna daggæslu barna í heimahúsi. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við Sigurlínu Jónasdóttur, daggæslufulltrúa hjá Grindavíkurbæ í síma 420-1100 eða á netfangið sigurlina@grindavik.is eigi síðar en 8. desember nk.

Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum má nálgast hér.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum