Fundur 35

 • Skipulagsnefnd
 • 21. nóvember 2017

35. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Pétur Már Benediktsson varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1709128 - Lóðaúthlutanir: Reglur
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

2. 1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
Skipulagsnefnd fagnar ítarlegri húsnæðisáætlun sem mun nýtast vel í skipulagsmálum í Grindavík.
Lagt fram.

3. 1703059 - Melhólsnáma: Vinnsluáætlun
Sigurður Gíslason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að lengja tímafrest um mánuð og leggur til við bæjarsjórn að sviðstjóra verði falið að auglýsa forvalið í framhaldið.

4. 1711044 - Verbraut 1 og 3: sameining lóða
Hópsnes ehf. kt. 470265-0199 sækir um leyfi til að sameina lóðirnar Verbraut 3 og Verbraut 1. Verbraut 1 er skilgreind á svæði fyrir samfélagsþjónustu skv. aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030. Svæðið er nánar skilgreint fyrir t.d. menningar- og listatengda starfsemi og byggðasafn skv. deiliskipulagi gamla bæjarins sem samþykkt var í b-deild stjórnartíðinda þann 30. maí 2016. Verbraut 3 er skilgreind á hafnarsvæði skv. aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 og deiliskipulagi hafnarsvæðis sem samþykkt var í b-deild stjórnartíðinda þann 22. október 2015. Í 5.3.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 segir um afmörkun deiliskipulags.

"Deiliskipulag skal að jafnaði ná til reits eða svæða sem mynda heildstæða einingu eins og svæði með sömu landnotkun, svæði afmarkað af götum, húsaþyrpingu, svo sem á landbúnaðarsvæðum, eða annað sem gefur sameiginlegar forsendur fyrir viðkomandi deiliskipulag. Í greinargerð deiliskipulags skulu færð rök fyrir afmörkun skipulags¬svæðisins. Deiliskipulagssvæði mega ekki skarast"

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

5. 1711043 - Verbraut 1: umsókn um niðurrif
Erindi frá Hópsnes ehf. kt. 470265-0199. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir niðurrifi á mannvirki við Verbraut 1 matshluta 1 landnúmer 129131. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um starfsleyfi HES og skriflegu leyfi eigenda matshluta 2. Nefndin bendir á að á lóðinni eru skráðar fornminjar.

6. 1711046 - Hópsheiði 2: fyrirspurn um minkun byggingareitar
Páll Jóhann Pálson óskar eftir heimild til að minnka byggingarreit við Hópsheiði 2. Skipulagsnefnd leggur til að nýtingarhlutfall á lóðinni fari ekki undir 0,15.

7. 1711061 - SIgla: fyrirspurn um byggingaráform
Fyrirspurn frá Sólnýju I. Pálsdóttir. Í erindinu er óskað eftir umsögn nefndarinnar á fyrirhuguðum framkvæmdum á 250 m2 láreistu mannvirki við Siglu landnúmer 199254. Erindinu fylgir riss. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.

8. 1711048 - Umsókn um stöðuleyfi: Veitingavagn
Tralli ehf. kt. 700703-2660 óskar eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn við bílaplanið vestan við Víkurbraut 58. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis með fyrirvara um skriflegt samþykki lóðarhafa Víkurbrautar 58. Nánari staðsetning skal vera í samráði við sviðstjóra.

9. 1710115 - Heiðarhraun 11: umsókn um byggingarleyfi
Larry S.Sicat sækir um byggingarleyfi fyrir þegar byggðu mannvirki. Um er að ræða 12m2 viðbyggingu fyrir aftan bílskúr sjá teikningu frá VSS. dags. mars. 2008. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt.

10. 1710086 - Mánagata 5: umsókn um byggingarleyfi
Breytingar á fyrri umsókn um byggingarleyfi, sótt er um smávæginlegar útlitsbreytingar á íbúðarhúsi og stækkun. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir Túngötu 10 og Mánagötu 3 og 7. Byggingarleyfi er gefið út þegar fullnægjandi hönnunargögn berast.

11. 1711029 - Túngata 10: umsókn um byggingarleyfi
Anton Narvaés sækir um leyfi fyrir stækkun á bílskúr. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir Mánagötu 5 og 7. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast.

12. 1711042 - Hafnargata 20: umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Þorbirni hf. kt. 420369-0429. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum við Hafnargötu 20-22. Í fyrri umsókn var óskað eftir leyfi fyrir gistiheimili. Hætt hefur verið við þær áætlanir og sótt er einunigs sótt um innanhús breytingar þ.e. ekki gistiheimili. Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á áður samþykktri umsókn.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Bćjarráđ / 11. september 2018

Fundur 1492

Hafnarstjórn / 10. september 2018

Fundur 460

Frćđslunefnd / 6. september 2018

Fundur 78

Bćjarráđ / 4. september 2018

Fundur 1489

Bćjarstjórn / 28. ágúst 2018

Fundur 487

Skipulagsnefnd / 23. ágúst 2018

Fundur 43

Frćđslunefnd / 13. ágúst 2018

Fundur 77

Frćđslunefnd / 11. júní 2018

Fundur 76

Bćjarráđ / 21. ágúst 2018

Fundur 1488

Bćjarráđ / 14. ágúst 2018

Fundur 1487

Bćjarstjórn / 10. ágúst 2018

Fundur 486

Bćjarráđ / 8. ágúst 2018

Fundur 1486

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. júlí 2018

Fundur 28

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 25. júlí 2018

Fundur 29

Bćjarráđ / 24. júlí 2018

Fundur 1485

Bćjarráđ / 17. júlí 2018

1484

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Nýjustu fréttir 10

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

 • Íţróttafréttir
 • 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

 • Fréttir
 • 18. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 16. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

 • Bókasafnsfréttir
 • 14. september 2018