Grindavík lagđi Hamar

  • Körfubolti
  • 13. nóvember 2017

Grindavík vann þægilegan sigur á Hamarsstúlkum í Mustad-höllinni í gær, 64-58. Sex stiga sigur gefur e.t.v. til kynna að leikurinn hafi verið spennandi en Grindavík var með leikinn á sínu valdi svo til allan tímann og lönduðu okkar konur að lokum sigrinum nokkuð örugglega þrátt fyrir heiðarlega tilraun gestanna til að ræna honum.

Benóný Þórhallsson var á staðnum fyrir karfan.is:

 

Grindavík mætti Hamri í Mustad höllinni. Grindavík var fyrir leikinn í 3.sæti með átta stig en Hamar í því 5. með tvö stig.

Þetta var annar leikur spilandi þjálfara Grindavíkur á þessum tímabili, Angelu Rodriguez, en hún er óðum að koma til baka eftir langvarandi meiðsli. Einnig spilaði Anna Ingunn Svansdóttir sinn fyrsta leik fyrir Grindavík en hún nýlega skipti fyrir úr Keflavík.

Grindavík leiddi með 14 stigum í hálfleik, 36-22. Grindavík voru einfaldlega mun sterkari í leiknum og þrátt fyrir mikla baráttu frá gestunum þá náðu þær aldrei að setja leikinn í neina hættu en náðu minnka muninn í 6 stig þegar best lét.

Þáttaskil
Álfhildur Þorsteinsdóttir fer útaf með 5 villur í byrjun 3ja leikhluta og við það kviknar neisti í Hamarsliðinu. Stuttu seinna meiðist Angela á ökkla og neyðist til að fara útaf. Hamar nær í þeim leikhluta mjög góðu áhlaupi og minnkar muninn í sex stig þegar mínúta er eftir af 3ja leikhluta lýkur, 50-44. Grindavíkurstúlkur ranka þá við sér og skora síðustu tvær körfunar í leikhlutanum og auka muninn í 10 stig.

Tölfræðin lýgur ekki
Gæðin í Emblu eru óumdeilanleg. Þrátt fyrir að eiga vondan dag í skotum (3/20) var hún með 15 stig, 16 fráköst, 5 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Hún setti öll 8 vítin sín niður og skilaði langflestum framlagsstigum allra leikmanna í dag, eða 26 punktum.

Margrét Hrund í liði Hamars átti stórleik, en hún var með 20 stig, 5 fráköst og tvo stolna bolta þrátt fyrir að byrja á bekknum.

Hetjan
Það var hvorki skúrkur né hetja í þessum leik.
Í liði Grindavíkur átti Angela átti mjög góðan leik. Hún skoraði 17 stig í hálfleik en meiðist um miðjan þriðja leikhluta. Margrét Hrund Arnarsdóttir kom inn af bekknum með 20 stig og 5 fráköst.

En dómaranir voru frábærir, voru einstaklega öruggir í sínum aðgerðum og skiluðu frá sér frammistöðu uppá 10.

Kjarninn
Grindavík kom sér í annað sæti deildarinnar en Fjölnir á reyndar leik til góða og getur jafnað þær að stigum. Hamar aftur á móti er í fimmta sæti með tvö stig, jafnt mikið ÍR en ÍR-stúlkur eiga tvo leiki til góða. Baráttan hjá Hamar var til fyrirmyndar en einstaklings gæðin hjá Grindavík voru einfaldlega mun meiri og fremstu meðal jafningja voru landsliðskonan Embla Kristínardóttir og þjálfarinn Angela Rodriguez.

Tölfræði leiks
Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Benóný Þórhallsson

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun