Bikardraumurinn úti
Bikardraumurinn úti

Bikardraumum Grindavíkur er lokið þetta körfuknattleiksárið en strákarnir töpuðu gegn Njarðvík í gær og því bæði meistaraflokksliðin okkar úr leik. Leikurinn var jafn og spennandi og okkar menn að spila vel í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta hættu skotin að detta og Njarðvíkingar fundu sína fjöl. Grindvíkingar voru þó allan tímann inni í leiknum en voru mislagðar hendur í næstsíðustu sókn leiksins í stöðunni 77-75 og því fór sem fór. 

Karfan.is var með sérsveitina á staðnum sem gerði leiknum góð skil:

Njarðvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit Maltbikarsins eftir 79-75 spennusigur á Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld. Rashad Whack jafnaði leikinn 75-75 fyrir Grindavík þegar rétt rúm mínúta lifði leiks en þá voru gestirnir á 7-0 áhlaupi til að jafna metin. Heimamenn í Njarðvík reyndust þó sterkari á lokasprettinum, vó þar þungt varið skot frá miðherjanum Ragnari Nathanaelssyni og lokatölur 79-75 eins og áður greinir. Þetta var þriðji háspennuleikurinn í röð í Ljónagryfjunni, kvennalið Njarðvíkur komst áfram í bikarnum í gær með sigri á Stjörnunni og í Domino´s-deild karla vann Njarðvík nauman sigur á Val í síðustu umferð.

Terrell Vinson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 25 stig og 8 fráköst og Ragnar Nathanaelsson bætti við tvennu með 11 stig og 10 fráköst. Þá átti Logi Gunnarsson nokkrar „Logakörfur" þegar allt var í járnum en hann var með 16 stig í kvöld og Maciej Baginski bætti við 17 stigum.

Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson öflugur með 21 stig og 10 fráköst og Dagur Kár Jónsson bætti við 17 stigum og 9 stoðsendingum.

Leikurinn var hnífjafn allan tímann en Njarðvíkingar komust í 74-64 með fímm mínútur eftir af leiknum og virtust vera að ná tökum á leiknum. Gestirnir úr Grindavík létu þó ekki deigan síga og náðu að jafna á meðan heimamenn felldu sig við að skjóta of mikið fyrir utan. Heimamenn höfðu þetta þó og innbyrtu sigur.

Njarðvíkingar verða því í bikarskálinni á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit en með þeim í pottinum verða Tindastóll, Keflavík, Höttur, KR, ÍR, Breiðablik og Haukar.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtal við Jóhann Þór Ólafsson eftir leik:

Nýlegar fréttir

ţri. 21. nóv. 2017    Sigríđur Etna gefur út barnabók - útgáfuhóf í dag
mán. 20. nóv. 2017    Björn Lúkas tók silfriđ á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA
mán. 20. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
mán. 20. nóv. 2017    Grindavíkingar standa sig almennt vel ţegar öryggi barna í bíl er kannađ
mán. 20. nóv. 2017    Samningar viđ stćrstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar endurnýjađir
mán. 20. nóv. 2017    Grindavíkurkonur völtuđu yfir Ármann
mán. 20. nóv. 2017    Tvö slćm töp hjá strákunum um helgina
mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
Grindavík.is fótur