Grindavík steinlá gegn Keflavík í Maltbikarnum

  • Körfubolti
  • 6. nóvember 2017

Grindavíkurkonur mættu sannarlega ofjörlum sínum í Maltbikar kvenna á laugardaginn þegar Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur komu í heimsókn. Gestirnir tóku forystuna strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Þær byggðu hratt og örugglega ofan á hana og lokatölur urðu 43-96, gestunum í vil. 

Það blés ekki byrlega fyrir Grindavík í þessum leik, en liðið er enn án síns erlenda leikmanns, Angelu Rodriguez, og þá fór Embla Kristínardóttir útaf í fyrri hálfleik með tvær óíþróttamannslegar villur og Ólöf Óladóttir lék takmarkað vegna meiðsla. Leikur liðsins var því að miklu leyti borinn uppi af 15 og 16 ára leikmönnum liðsins sem gerðu sitt besta gegn sterku liði Keflavíkur, en eins og áður sagði, mættu í þessum leik ofjörlum sínum.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun karfan.is um leikinn

Viðtal við Angelu Rodriguez eftir leik:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!