Fleiri Grindvíkingar í Kórum Íslands

  • Menningarfréttir
  • 27. október 2017

Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem er á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Í undanúrslitum í beinni útsendingu á sunnudaginn kl. 19:10 keppa fimm kórar um tvö sæti í úrslitum. Einn af þessum kórum er Suðurnesjakórinn Vox Felix, sem samanstendur af ungmennum sem koma öll af eða búa á Suðurnesjum. Auðvitað eigum við Grindvíkingar tvo fulltrúa þar, en það eru hjónakornin Atli Geir Júlíusson og Gígja Eyjólfsdóttir. 

Annar kórinn valinn áfram af dómnefnd en hinn er kosinn áfram í símakosningu og er númerið hjá Vox Felix 900-9004. Við hvetjum Grindvíkinga að sjálfsögðu til að styðja okkar fólk áfram í þessari skemmtilegu keppni, en hinn „Grindavíkurkórinn“, Spectrum, komst áfram í síðasta þætti. 

Vox Felix á Facebook


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!