Bangsaspítali á Laut

  • Laut
  • 27. október 2017
Bangsaspítali á Laut

Bangsaspítalinn mætti í leikskólann Laut í vikunni. Lautarbörnin komu með bangsana sína af ýmsum gerðum og stærðum. Sumir voru með smáskeinur aðrir voru stórslasaðir. En allir fengu lækningu og það verður að segjast að börnin biðu stillt og prúð á biðstofunni. Læknarnir þrír læknuðu rétt um 120 bangsa á klukkutíma og ekki nóg með það heldur kostaði þetta ekki krónu. Fyrirmyndar heilbrigðiskerfi í Bangsaspítalanum. Kærar þakkir sendum við okkar frábæra Foreldrafélagi sem stóð fyrir þessari uppákomu.

Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Lautar

Bangsalæknarnir sem stóðu vaktina

Beðið eftir læknisþjónustu


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020