Kynning og kaffi í kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar

  • Menningarfréttir
  • 12. október 2017

Mánudaginn 16. október er blásið til kynningar á tveimur áhugaverðum verkefnum sem tengjast Guðbergi Bergssyni órofa böndum. Tilefnið er ærið enda er 16. október afmælisdagur skáldsins. Kynningin er haldin í Kvikunni og hefst klukkan 20:00, aðgangur er ókeypis, allir velkomnir og kaffiveitingar í boði að erindum loknum.

Á kynningunni verður bókin Heiman og heim kynnt en bókin er safn greina um skáldskap og þýðingar Guðbergs og sagt verður frá gerð kvikmyndarinnar Svanurinn, en myndin byggir á skáldsögu Guðbergs. Það eru mæðgurnar dr. Birna Bjarnadóttir, bókmenntafræðingur og Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem segja frá undirbúningi bókarinnar og gerð kvikmyndarinnar og hægt að lofa gestum áhugaverðum erindum.

Bók og bíó: Kynning á bókinni Heiman og heim og kvikmyndinni Svaninum

Birna Bjarnadóttir mun kynna fyrirhugaða útgáfu á bókinni Heiman og heim, en bókin er safn greina um skáldskap og þýðingar Guðbergs Bergssonar eftir innlenda og erlenda rithöfunda, fræðimenn og þýðendur. Birna er doktor í skáldskap Guðbergs og veitti Íslenskudeild Manitóbaháskóla forstöðu um árabil. Um þessar mundir vinnur hún að verkefnum við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, þar á meðal ritstjórn bókarinnar Heiman og heim. Birna leiðir einnig sjálfstætt samstarfsverkefni lista- og fræðimanna sem ber heitið Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020).

Ása Helga Hjörleifsdóttir mun segja frá gerð kvikmyndarinnar Svanurinn, en það er hennar aðlögun á samnefndri skáldsögu Guðbergs. Ása er handritshöfundur og leikstjóri, en hún lauk MFA prófi í kvikmyndagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2012. Hún hefur skrifað, leikstýrt og klippt fjölda stuttmynda, og ber þá helst að nefna verðlaunamyndirnar Ástarsaga og Þú og ég, en Ástarsaga komst meðal annars í lokaúrtak fyrir Óskarverðlaunin 2013 í flokki útskriftarmynda úr kvikmyndaskólum. Kvikmyndin Svanurinn er fyrsta mynd Ásu í fullri lengd, en það er hennar aðlögun á samnefndri skáldsögu Guðbergs. Hún var frumsýnd við lofsamlegar viðtökur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september síðastliðnum, og verður frumsýnd á Íslandi í byrjun janúar 2018.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir