Grindavík lagđi Ţór í háspennuleik

  • Körfubolti
  • 9. október 2017

Grindavík hafði sigur í fyrsta leik vetrarins í Domino's deildinni þetta haustið þegar liðið lagði nágranna okkar frá Þorlákshöfn með 1 stigi, 106-105. Leiknum hafði verið frestað vegna magakveisu sem herjaði á lið gestanna en það var þó ekki að sjá á leik þeirra í gær. Svokallaður haustbragur var á þessum leik en sigurinn gefur engu að síður góð fyrirheit um komandi vetur.

Karfan.is var á staðnum að vanda:

Grindavík hafði betur í framlengingu gegn Þór Þ

Grindvíkingar og nágrannar þeirra úr Þorlákshöfn, Þórsarar mættust í kvöld en leik liðanna var frestað á föstudagskvöldið vegna matareitrunar Þórsara en í viðtali sem hér fylgir með, kemur skýrt í ljós að Einar Árni þjálfari Þórsara, var langt í frá sáttur við að þurfa leika þennan leik í kvöld en heimamenn rétt mörðu sigur eftir framlengdan leik, 106-105.

Þáttaskil
Tja, ég skal ekki segja.... Helst dettur mér í hug að smella byrjun heimamanna í framlengingunni en þeir skoruðu átta fyrstu stig hennar og virtust ætla sigla sigrinum örugglega heim en allt kom fyrir ekki og má segja að Dagur Kár hafi verið heppinn þegar hann braut mjög klaufalega af sér þegar rúmar 2 sekúndur eftir og Grindavík 3 stigum yfir, ásetningsvilla og bæði vítin fóru niður. Jesse Pellot-Rosa átti lokaskotið sem geigaði en töluglöggir átta sig væntanlega á að það hefði tryggt Þórssigur.

Tölfræðin lýgur ekki
Það sem vakti mesta athygli undirritaðs varðandi tölfræðina, var ótrúleg hittni Þórsara fyrir utan 3-stiga línuna en þeir hittu 49% og sérstaklega voru þeir „eitraðir" í hornunum. Og það athyglisverðasta er að Jesse var með dapra nýtingu fyrir utan eða 3/11og ef hann er tekinn út fyrir sviga þá er hittni Þórsara 14/24 eða rúm 58%!

Hetjan
Ekki auðvelt að taka einhvern einn út úr Grindavíkurliðinu en stigahæstur var Rashad Whack með 26 stig en Siggi Þorsteins skilaði flestum framlagspunktum eða 30 (18 stig, 12 fráköst, 3 stolnir og 2 varin skot). 6 Grindvíkingar rufu 10 stiga múrinn.

Hjá Þórsurum var Emil Karel frábær með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar sem skilaði honum heilum 37 framlagspunktum. Jesse Pellot-Rosa er þekkt stærð og er deginum ljósara að hann á eftir að verða mjög öflugur þegar líður á veturinn en það er greinilegt að hann lenti ekki í matareitruninni á dögunum.....

Kjarninn

Mætingin á leikinn var mjög góð og greinilegt að körfuboltaáhugafólk var farið að þyrsta í leik en ekki er hægt að segja að mætingin hafi skilað sér í góðri stemningu en ansi dauft var yfir leiknum nánast allan tímann, bæði inni á vellinum og uppi í stúku.

Sigurinn gat lent hvoru megin sem var en eins og áður segir og kemur fram í viðtali við Einar Árna, þá var hann mjög ósáttur við að leikurinn hafi verið settur á í kvöld. Því má sýna skilning og m.v. hversu værukærir heimamenn voru í þessum leik þá má leiða af því talsverðum líkum að Þórsarar hefðu tekið leikinn með fullu orkubúri. En auðvitað eru þetta kjánalegar vangaveltur því kannski mættu heimamenn værukærir til leiks vitandi af ástandi andstæðingins. Þegar frændurnir EF og HEFÐI fara að skipta sér af er oft ekki von á góðu!

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Benóný Þórhallsson)

Umfjöllun / Sigurbjörn Daði Dagbjartsson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir