Stelpurnar af stađ međ látum

  • Körfubolti
  • 5. október 2017

Það má með sanni segja að Grindavíkurkonur hafi farið af stað með látum í 1. deildinni þetta haustið, en þær gjörsigruðu lið Ármanns á þriðjudaginn, þar sem lokatölur urðu 28-83, Grindavík í hag. Ármann byrjaði leikinn á því að komast yfir en tveir þristar, frá Ólöfu Rún og Natalíu Jenný, gáfu tóninn fyrir leik Grindavíkur þetta kvöld.

Grindavík mætir til leiks þetta árið með afar ungt lið en tveir byrjunarliðsleikmenn í þessu leik eru enn í grunnskóla. Elsti leikmaður liðsins er Emelía Ósk Grétarsdóttir sem kom til liðsins frá Njarðvík fyrir tímabilið en hún er fædd árið 1993. Það var þó ekki að sjá á leik liðsins að þarna færu óreyndir leikmenn en mikil uppgangur hefur verið í yngri kvennaflokkum Grindavíkur síðastliðin ár og margir af þessum leikmönnum eru margfaldir Íslands- og bikarmeistarar.

Allir leikmenn liðsins fengu drjúgan spilatíma í leiknum og mun þessi vetur án vafa verða dýrmætur í reynslubanka þessara ungu leikmanna. Stigahæst Grindavíkur í þessum leik var annar af reynsluboltum liðsins, hin 22 ára Embla Kristínardóttir sem setti 19 stig, tók 10 fráköst og var nálægt þrefaldri tvennu en hún stal einnig 6 boltum.

Næst á blað var Ólöf Rún Óladóttir með 16 stig og hin 15 ára Anna Margrét Lucic Jónsdóttir skoraði 13.

Tölfræði leiksins


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!