Deiliskipulag fyrir Húsatóftir - Forkynning

  • Stjórnsýsla
  • 20. september 2017

Deiliskipulag fyrir miðbæ - hafnarsvæði er nú til forkynningar til mánudagsins 25. september 2017. vskv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haldinn verður kynningarfundur þann 22. september nk. kl 14:00 á bæjarskrifstofu Grindavíkur Víkurbraut 62, önnur hæð
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2010 -2030.

Á lóðinni sem deiliskipulagið nær til hefur verið stafrækt fiskeldisstöð um árabil sbr. aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030. Fiskeldið í Húsatóftum er eigu Matorku en landeigandi er ríkissjóður Íslands. Langtímaleigusamningur er um lóðina milli ríkissjóðs og Matorku. Næsta nágrenni norðan við Nesveg, á svæði i5 í aðalskipulagi, verður Matorka með samskonar starfsemi.

Á uppdrætti eru byggingarreitir skilgreindur. Núverandi byggingar eru innan byggingarreits. Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir mögulega stækkun á fiskeldi og uppbyggingu á tengdri starfsemi.

Deiliskipulagstillagan liggur nú frammi til kynningar á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 og á heimasíðu bæjarins.

Deiliskipulag - Greinagerð (PDF, 3mb)


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum