Lýđsheilsugöngur í Grindavík

  • Fréttir
  • 14. september 2017

Ferðafélag Íslands heldur í ár uppá 90 ára afmæli félagsins og hefur af því tilefni efnt til samvinnu við sveitarfélög um allt land þar sem farnar eru stuttar göngur, ætlaðar öllum aldurshópum. Gengið er alla miðvikudaga í september kl. 18 og eru ferðirnar 60-90 mínútur þar sem gengið er í næsta nágrenni okkar. Fjögur þemu eru höfð að leiðarljósi, vellíðan, náttúra, saga og vinátta. Í gönguferðunum er nærumhverfi okkar skoðað, saga þess og sérkenni um leið og við njótum samvista við ættingja, vini og nýja vini.

Fyrsta gangan var farin miðvikudaginn 6. september og VELLÍÐAN þema fyrstu göngunnar. Halldóra og Harpa jógakennarar héldu utan um gönguna og leiddu þátttakendur í núvitund um leið og fjaran var skoðuð. Í gær, miðvikudaginn 13. september var komið að þemanu NÁTTÚRA og Þórunn Alda fór ásamt göngufólki í leiðangur þar sem finna átti jurtina sem Tyrkir eru sagðir hafa skilið eftir þegar þeir réðust til atlögu í Grindavík árið 1627.

Bakki var heimsóttur og svo lögðu göngumenn leið sína í Kvikuna þar sem kaffisopi beið og smásjár þeirra sem vildu skoða plöntuna nánar. Eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja hefur veðrið leikið við göngumenn og vonandi helst þetta góða veður í göngunum tveimur sem eftir eru. Miðvikudaginn 20. september verður það SAGA og 27. september VINÁTTA sem verða megin þemu leiðangursins um næruhverfið hér í Grindavík.

Gönguferðirnar eru farnar í samvinnu leikskólanna Lautar og Króks, Grunnskóla Grindavíkur, Reykjanes Geopark og Kvikunnar.

Ókeypis er í göngurnar.

Nokkrar myndir frá fyrstu tveimur göngunum:

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál