Fundur 23

Ungmennaráðsfundur nr. 23

Fundurinn haldinn 7. nóvember 2016 kl. 17.00 í Þrumunni.
Mættir: Elsa Katrín, Kolbrún, Ólafur, Ólöf, Karín, Veigar, Nökkvi, Svanur og Sigríður Etna.

Á fundinum var aðeins eitt mál á dagskrá

• Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund
Þann 17. nóvember næstkomandi býður ungmennaráð Grindavíkur bæjarstjórn Grindavíkur á fund með sér. Ráðið ákvað að skipta með sér verkum.

- Kolla byrjar fundinn á ávarpi og að þakka bæjarstjórninni fyrir vel unnin störf í garð ungmennaráðs Grindavíkur.
- Karín fer yfir stöðu ungmennaráðs og hvað sé búið að gera á árinu.
- Elsa fer yfir hvað við viljum sjá að betur sé gert. Hún fer yfir hvaða viðburði ráðið hefur í huga á að framkvæma fyrir ungt fólk í Grindavík.
- Nökkvi fer yfir trampólínkörfuboltavöllinn sem var áætlaður árið 2017. Hann fer yfir kostnað vallarins o.fl..

 

 

Grindavík.is fótur