Fundur 31

  • Skipulagsnefnd
  • 22. ágúst 2017

31. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 21. ágúst 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Örn Sigurðsson varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhvefissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1706098 - Nopðruhóp 62 -66 : fyrirspurn um byggingarnefndarteikningar
Tekið fyrir aðaluppdrættir unnir af Rýma arkitektum dagsettar 13.6.17. Óskað er því eftir samþykki skipulagsnefndar um ráðgerðan íbúðafjölda og bílastæðahlutfall samkvæmt teikningum unnum af Rýma erkitektum.
Einnig er óskað eftir stækkun lóðar til norðurs að Norðuhópi 66. Einnig er óskað eftir stækkun lóðar til norðurs að Norðuhópi 66 um 84,0 m2 ef bílastæði þykja of fá á þeirri lóð.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við grunnmyndir og afstöðumyndir með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd hafnar stækkun á lóð.

2. 1708002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Stapafellsnáma 2162222.
Erindi frá Iceland Construction ehf. kt. 5406710959. Erindinu fylgir greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 2.8.2017 ásamt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku, en Ístak hyggst halda áfram núverandi efnisvinnslu í
Stapafellsnámu. Staðsetningu námunnar, sem er á miðjum Reykjanesskaga á milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Tveir rekstraraðilar eru í Stapafellsnámu, Íslenskir aðalverktakar og Ístak. Til umfjöllunar hér er sá hluti námunnar sem varðar Ístak. Gert er ráð fyrir að tekið verði um 1,7 milljónir m3 af óhreyfðu bögglabergi. Efni hefur verið unnið úr Stapafelli í áratugi eða frá því um 1950, þegar uppbygging byrjaði á varnarliðssvæðinu.
Tilgangur efnistökunnar er að afla jarðefnis til vega- og mannvirkjagerðar. Efnið sem unnið er í námunni er bögglaberg, perlumöl og sandur. Samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja er efnisþörf mikil til framtíðar þar sem áætluð er mikil uppbygging á atvinnuhúsnæði og stækkun íbúðabyggða á Suðurnesjum.
Svæðið þar sem námuvinnslan fer fram er skilgreint sem námusvæði í aðalskipulagi Grindavíkur ogReykjanesbæjar. Efnistakan er því í samræmi við gildandi aðalskipulagsáætlanir.Í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar segir m.a. Sú viðbót sem hér er til umfjöllunar mun hafa óveruleg áhrif á náttúruminjar en talsvert neikvæð á jarðmyndanir.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012

3. 1708005 - Hundagerði: Svæði innan Grindavíkurbæjar
Erindi frá Jónu Rut Jónsdóttur og Hjálmari Erni Erlingssyni. Í erindinu er óskað eftir því að Grindavíkurbær láti gera hundagerði í Grindavík. Erindinu fylgja tillögur. Skipulagsnefnd hefur áður valið staðsetningu við Nesveg eins og er m.a. lagt til í erindinu. Svæðið er skilgreint sem íbúðabyggð í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra málið til vinnslu við fjárhagsáætlun 2018.

4. 1707013 - Víkurbraut 34: Breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 ásamt greinargerð með endanlegri áætlun. Gerð er breyting á þéttbýlisuppdrætti dagsett 11.7.2017. Breytingin er felur í sér að landnotkun við Víkurbraut 34 breytist úr samfélagsþjónustu í verslun og þjónustu. Í mannvirkinu er rekið gistiheimili. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 2. Mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. 1705078 - Hafnargata 22: Breyting á deiliskipulagi.
Tekin fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. 1705055 - Hafnargata 4: breyting á skipulagi
Tekin fyrir óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillögurnar miðast við að skilgreiningu Hafnargötu 4 verði breytt þannig að hægt sé að reka gistiheimili. Tillögurnar eru unnar af Eflu verkfræðistofu dagsettar 16.6.2017.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. 1703054 - Breyting á aðalskipulagi: Miðbær
Tekin fyrir breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 vegna miðbæjar ásamt greinargerð með endanlegri áætun og umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá 8. maí til 26. júní. Óskað var eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í umsögn Umhverfisstofnunar er minnt reglugerð um fráveitur og skólp nr. 789/1999. Í umsögn Vegagerðar eru sett skilyrði þegar kemur að gatnahönnun ásamt ósk um að þegar kemur að framkvæmd verði hönnunargögn send Vegagerðinni til umsagnar. Engar athugasemdir bárust frá hagsmunaðilum eða almenningi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara umsögnum í samræmi við fyrirliggjandi drög að svörum og skipulagsfulltrúa falin tillagan til fullnaðarafgreiðslu skv. 2 mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. 1501208 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi miðbæjar ásamt greinargerð með endanlegri áætlun og umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá 8. maí til 26. júní. Óskað var eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í umsögn Umhverfisstofnunar er minnt reglugerð um fráveitur og skólp nr. 789/1999. Í umsögn Vegagerðar eru sett skilyrði þegar kemur að gatnahönnun ásamt ósk um að þegar kemur að framkvæmd verði hönnunargögn send Vegagerðinni til umsagnar. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara athugasemdunum og umsögnum í samræmi við fyrirliggjandi drög að svörum og skipulagsfulltrúa verði falin tillagan ásamt endanlegri áætlun til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa D-lista. Örn Sigurðsson greiðir atkvæði á móti.

9. 1703053 - Gunnuhver: deiliskipulag
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Gunnuhver. Tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá og með 5. Júlí 2017 og eigi síðar en 17. ágúst 2017. Óskað var eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Vegagerðinni. Engar athugasemdir bárust frá almenningi eða hagsmunaaðilum. Beðið er umsagna umsagnaraðila fram að bæjarstjórnarfundi vegna sumarleyfa.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin tillagan til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að þær umsagnir sem berist fyrir bæjarstjórnarfund verði ekki neikvæðar eða gefi ástæðu til þess breyta þurfi tillögunni að mati bæjarstjórnar.

10. 1705084 - Hafnargata 8: Breyting á skipulagi
Tekin fyrir óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillögurnar miðast við að skilgreiningu Hafnargötu 8 verði breytt þannig að hægt sé að reka gistiheimili. Tillögurnar eru unnar af Eflu verkfræðistofu dagsettar 18.5.2017.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11. 1708107 - Hólmasund 2: Umsókn um lóð
Erindi frá Pure energy ehf. kt. 460116-0150. Í erindinu er óskað eftir lóð við Hólmasund 2. Lóðinni var úthlutað 2014 en ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um lóðin verði tekin til baka.

12. 1707004F -
Afgreiðslunefnd byggingarmála fundur 18. Lagt fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1930.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135