Klókir litlir krakkar - námskeiđ fyrir foreldra barna međ kvíđaeinkenni

  • Fréttir
  • 14. júlí 2017

Námskeiðið Klókir litlir krakkar er meðferð fyrir börn á aldrinum 3-7 ára sem eru í áhættuhópi fyrir kvíðaröskun. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Vonast er til að með slíku námskeiði verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun.

Foreldrar verða beðnir um að svara nokkrum spurningalistum fyrir og eftir námskeið til að meta árangur. Leiðbeinendur námskeiðanna eru sálfræðingar sem eru sérfróðir um kvíðaraskanir barna og hafa staðgóða reynslu af vinnu með foreldrum og börnum.

Námskeiðsgjaldið er 12.500 krónur fyrir foreldra hvers barns. 

Mikilvægt er að foreldrar mæti vel í tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið.

Fyrirkomulag
Hvert námskeið er 12 klukkustundir og skiptist í 6 skipti, 2 klst. í senn. Námskeiðið verður haldið í fundarsal á bæjarskrifstofur Grindavíkur, Víkurbraut 62 frá kl. 16:30 til 18:30. Fyrstu 4 skiptin eru vikulega, síðan verður frí milli 4. og 5. tíma og frí milli 5. og 6. tíma (sjá dagskrá hér að neðan). Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku foreldra til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að vinna með kvíðaeinkenni barna sinna.

DAGSKRÁ
Tími 1 - miðvikudaginn 16. ágúst
Tími 2 - miðvikudaginn 23. ágúst
Tími 3 - miðvikudaginn 30. ágúst
Tími 4 - miðvikudaginn 6. september
FRÍ
Tími 5 - miðvikudaginn 20. september
FRÍ
Tími 6 - miðvikudaginn 4. október


Skráning er hafin og lýkur 8. ágúst. Skráning fer fram á hannad@grindavik.is

FORELDRAR VERÐA SÍÐAR AÐ STAÐFESTA SKRÁNINGU MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA ÚT SPURNINGALISTA OG GREIÐA FYRIR NÁMSKEIÐIÐ


Hanna Dorothéa Bizouerne og Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingar á Skólaskrifstofu Grindvíkur



Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir