Fréttir frá Costa Blanca mótinu á Spáni
Fréttir frá Costa Blanca mótinu á Spáni

Stelpurnar í 3. flokki kvenna eru þessa dagana staddar á Spáni þar sem þær keppa á Costa Blanca mótinu. Alls fóru 16 stúlkur út, þrjár fæddar 2001, 11 fæddar 2002 og tvær fæddar 2003. Petra Rós Ólafsdóttir er fararstjóri hópsins og skrifar skemmtilegan pistil frá mótinu á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar:

Eins og þið sáuð kannski þá er 3. flokkur kvenna núna úti á Spáni að keppa á Costa Blanca Cup sem haldið er á Benidorm.


Við héldum út með 16 stelpur. 3 fæddar 2001, 11 fæddar 2002 og 2 fæddar 2003. Við keppum í flokki liða U16. Við lentum í því 2 vikum fyrir brottför að eini markmaðurinn okkar hún Anna Margrét puttabrotnar 🙀. En þá er gott að vera þríburi og eiga 2 systur í liðinu en Thea Ólafía systir hennar ákvað að taka þá stöðu á sig í ferðinni. Og er hún búin að standa sig eins og hetja milli stanganna. Anna Margrét hefur í staðinn getað komið inn og spilað sem útileikmaður.
Á hótelinu okkar eru einnig íslenskir strákar frá Aftureldingu. En fleiri íslensk lið eru á mótinu. M.a. 3 kvennalið eins og sjá má hér að neðan.

Stelpurnar eru núna búnar með riðlakeppnina en þær byrjuðu á því að eiga leik við lið Fjölnis frá Grafarvogi. Já það eru Íslendingar út um allt 🇮🇸 Tapaðist sá leikur á einbeitningarleysi í byrjun leiks og fram að hálfleik. Kom eina markið og því jafnframt sigurmarkið þeirra á 5. mínútu leiksins. En í seinni hálfleik spiluðu okkar stúlkur mun betur en ekki tókst okkur að skora.

*Næsti leikur var svo við lið Elche sem spilaðir var í Altea. Þar komum við til baka og mættum tilbúnar í leikinn. Vel talað og vel unnið saman frá fyrstu mínútu. Við komumst yfir með marki frá Júlíu Ruth á 9. mínútu þegar hún komst ein innfyrir, sólaði markmanninn og setti hann inn. Staðan var ennþá 1-0 í hálfleik. Það var svo dæmd á okkur vítaspyrna fljótt í seinni hálfleik sem þær skora úr en Thea markmaður var með fæturnar í boltanum. 1-1. Við svörum strax með marki er Una Rós tók aukaspyrnu á miðjum vellinum og kom honum yfir pakkann á Natalíu sem kláraði vel og staðan því orðin 2-1. Um miðjan seinni hálfleik verður mikil barátta á miðjunni þar sem Aníta Sif er að kljást við einn leikmann Elche og endar það með því að hin stelpan ætlar að ráðast á Anítu og fær umsvifalaust rautt spjald frá dómaranum, sem annars hallaði mjög á okkar sterku stelpur. Um leið og leikmenn Elche duttu fengu þær aukaspyrnu. Í stöðunni 2-1 er dæmd önnur vítaspyrna á okkur, einmitt á atriði er leikmaður Elche bara dettur inni í teig. En Thea gerði sér lítið fyrir og varði þá spyrnu vel.

En áfram héldum við og bætti Una Rós við þriðja markinu eftir aukaspyrnu frá Öndru af miðjum velli. Fjórða markið skoraði svo Una Rós undir lok leiksins og úrslit ráðin 4-1. Flottur sigur hjá okkar stúlkum. Nýttum við aukaspyrnurnar okkar vel og skoruðum upp frá 2 af 3 spyrnum sem við fengum í öllum leiknum.

*þriðji og síðasti leikurinn í riðlinum var á móti Bandarísku liði Real Kentucky og var spilaður í fallega bænum Calpe. Andstæðingarnir voru meira með boltann en sköpuðu sér mjög fá færi. Spilið fór að mestu leiti fram um miðjan völl. Við sköpuðum okkur á móti heldur ekki mörg færi en þau færi sem við fengum voru ívið hættulegri. En niðurstaðan jafntefli 0-0. Mjög flottur leikur jafnframt hjá stelpunum enda USA liðið vel spilandi lið.

Þar með förum við í B úrslit á meðan USA liðið fer í A úrslit eftir að þeir gerðu jafntefli við Fjölni og voru því með 5 stig og við 4 stig.

Í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (17:30 a Íslandi) eigum við leik við HK/Fjölni 🇮🇸 og þar með er öllum íslenskum leikjum lokið hjá okkur og ekki möguleiki á fleiri svoleiðis leikjum.

Hér úti er búið að vera svakalega heitt eða um 28/32 gráðu hiti, nánast engin gjóla og heiðskýr himinn með glampandi sól. Ekki alveg kjöraðstæður fyrir Íslendinga 😂 en stelpurnar eru búnar að standa sig vel og eru félaginu til sóma hvert sem haldið er.

Svona ferðir eru ekki síður mikilvægar fyrir félagslega þáttinn og höfum við verið í gangi með leik sem heitir Spænski draumurinn, í anda asíska draumsins, og hafa ýmsar skemmtilegar þrautir verið leystar í stigasöfnun, haldið kvöldvökur og gert fleira skemmtilegt til að þjappa hópnum saman og skapa skemmtilegar minningar. Hérna meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Við munum svo koma með frekari fréttir af stelpunum.
Kveðja frá Benidorm
Petra Rós fararstjóri

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur