Atvinna - Deildarstjóri yngsta stigs

  • Grunnskólinn
  • 28. júní 2017

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir stöðu deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Starfssvið deildarstjóra

Deildarstjóri er millistjórnandi með mannaforráð og ber ábyrgð á skólahaldi á skólastigi.
Fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu.
Samskipti við nemendur og foreldra.
Umsjón með sérúrræðum nemenda í samráði við kennara og aðra stjórnendur.

Menntunar og hæfniskröfur deildarstjóra

Við leitum að einstaklingi með réttindi til kennslu í grunnskóla sem er metnaðarfullur, víðsýnn og góður í mannlegum samskiptum, hefur skipulagshæfileika, er sveigjanlegur og tilbúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi.
Reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum er æskileg.

Framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans

Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is fyrir 8. júlí n.k.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir, skólastjóri í síma 420-1200


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!