Sköpun og gleđi í Grindavík - skráning stendur yfir

  • Fréttir
  • 20. júní 2017

Boðið er uppá skapandi sumarnámskeið þar sem við horfum innávið og útávið og nýtum okkar alla þá jákvæðu krafta sem við finnum til að skapa hljóðverk, myndverk og sögur. Markmiðið með námskeiðinu er að efla sköpunargleði þátttakenda, kenna þeim að skynja umhverfi sitt og upplifa fegurðina í hinu smáa.

Námskeiðið stendur í þrjár vikur þar sem sjónum er beint að myndlist, hljóðlist og frásögn. Þátttakendur eru hvattir til að halda áfram vinnu sinni eftir að námskeiði lýkur. Við nýtum umhverfið okkar, hlustum á hljóðin í náttúrunni, skoðum okkur um og finnum hluti sem aðrir eru hættir að nota til að nýta í verkin okkar. Við förum í vettvangsferðir þar sem nánasta umhverfi okkar verður kannað og nýtt til listsköpunar.

Námskeiðið er fyrir krakka fædda 2007, 2006, 2005 og 2004 og 10 sæti laus. Sótt er um á netfanginu bjorg@grindavik.is. Hægt er að sækja um frá kl. 12:00 mánudaginn 19. júní og skráningu lýkur fimmtudaginn 29. júní kl. 17:00. Ef ásókn er mikil verður skoðað hvort hægt er að bæta við námskeiði. Greiðsluseðlar verða sendir út í byrjun júlí og verð er 10.000 kr. 

Kennsla hefst mánudaginn 3. júlí (ATH, breytt dagsetning) og lýkur 22. júlí og kennt er á morgnana kl. 10-12 virka daga og við hittumst í Þrumunni. Leiðbeinendur eru Kristín E. Pálsdóttir, Sigga Maya Eyþórsdóttir, Andrea Ævarsdóttir og Björg Erlingsdóttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir