Allt fasteignir opna nýja starfsstöđ ađ Víkurbraut 25

  • Fréttir
  • 15. júní 2017

Fasteignasalan Allt Fasteignir hefur opnað nýja starfsstöð hér í Grindavík að Víkurbraut 25. Almennur opnunartími verður frá 09:00 - 12:00 en tekið er á móti fyrirspurnum allan daginn. Þá hefur þjónustustigið verið aukið þar sem boðið verður upp á lögfræðiþjónustu í samvinnu við Arctic lögfræðiþjónustu.

Grindavík.net greindi frá:

Fasteignasalan ALLT FASTEIGNIR hafa opnað nýja skrifstofu að Víkurbraut 25 (sama hús og lögreglustöðin). Almennur opnunartími verður frá kl 09-12 alla virka daga, en starfsmenn eru við símann allan daginn til að svara fyrirspurnum. Boðið verður einnig uppá lögfræðiþjónustu í gegnum Arctic Lögfræðiþjónustu.

Allt fasteignir hafa verið í Grindavík í allmörg ár, Páll Þorbjörnsson framkvæmdastjóri félagsins segir að með nýrri starfstöð munum við halda áfram góðum tengslum við Grindvíkinga eins og við höfum gert, en góð viðbót verður að bjóða upp á lögfræðiþjónustu en Arctic Lögfræðiþjónusta mun bjóða upp á þá þjónustu hér í Grindavík og hægt að bóka viðtalstíma í síma 661-1191. Dagbjartur Willardsson hefur hætt störfum hjá félaginu og þökkum við honum fyrir samfylgdina síðustu ár.

Fasteignasalan ALLT FASTEIGNIR er rekin á þrem stöðum á Íslandi, Reykjanesbæ, Grindavík og Hafnarfirði. Opnunartími í Grindavík verður eins og fyrr seigir frá kl 09:00 til 12:00 alla virka daga en starfsmenn munu alltaf svara í síman utan þess tíma í síma 560-5511. Að auki er fasteignasalan með eignir til sölu erlendis en mikill vaxtarkippur hefur verið í að íslendingar fjárfesti erlendis um þessar mundir. Hægt er að senda Páli fyrirspurn á pall@alltfasteignir.is

Solareignir.is sem eru erlendu eignir sem fyrirtækið er með milligöngu í sölu á Spáni og Orlando verður með sölukynningu næstkomandi fimmtudag kl 16:00 til 20:00 að Bæjarhrauni 12eh í Hafnarfirði. Þar verður farið yfir söluferlið, lánsmöguleika sem og útleigumöguleika á eignum. Mikill kostur er að vera með löggilta fasteignasala með þér alla leið í þessu kaupferli.

Fasteignaverð á suðurnesjum hefur hækkað mikið undanfarin misseri og er Grindavík ekki undanskilið. Núna er áætlað að um 300 einstaklingar geta búið í þeim íbúðum sem eru í byggingaráformum en bæjarfélagið hefur útdeilt nær öllum þeim lóðum sem voru til úthlutunar, og einhver bið í að næsta úthlutun verður. Þetta samsvarar 10% af íbúum Grindavíkur, því má ætla að nokkuð líflegur fasteignamarkaður verður næstu mánuði og verð í Grindavík munu nálgast meira verð í Reykjanesbæ segir Páll.

Páll er búsettur í Grindavík og eru því snögg heimatökin í að þjónusta Grindvíkinga. Hægt er að hafa samband við Pál í síma 560-5511 og 698-6655 og á netfanginu pall@alltfasteignir.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun