Körfuboltanámskeiđ UMFG byrjar í dag

  • Körfubolti
  • 12. júní 2017

Körfuboltanámskeið verður haldið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára (komandi 1.-6.bekk) vikuna 12.-16. júní. Börn á aldrinum 6-8 ára æfa saman (2009, 20010 og 2011), og börn á aldrinum 9-11 ára æfa saman (2006, 2007 og 2008). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu. Körfuboltanámkeiðið er haldið af Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun Petrúnella Skúladóttir þjálfa ásamt því að fá aðstoð frá ungum og efnilegum leikmönnum Grindavíkur. 

Skráningar fara fram á netfangið petrunella@grindavik.is og vonandi komast allir að sem vilja. Námskeiðið kostar 2.500 kr. Frekari upplýsingar um greiðslu verða sendar í tölvupósti við skráningu.

ATH - ef ekki næst næg þátttaka þá þarf að aðlaga námskeiðið eða aflýsa. Hámark 20 krakkar komast á hvert námskeið.

Æfingar hjá 6-8 ára (fædd, 2009, 2010 og 2011) verða á eftirfarandi tíma.

Mánudagur 14:00-15:30 (ath annar tími vegna frágangs eftir sjómannahelgina)
Þriðjudagur 11:30-13:00
Miðvikudagur 11:30-13:00 
Fimmtudagur 11:30-13:00
Föstudagur 11:30-13:00

Æfingar hjá 9-11 ára (fædd 2006, 2007 og 2008) verða á eftirfarandi tíma.

Mánudagur 16:30-18:00
Þriðjudagur 16:30-18:00
Miðvikudagur 16:30-18:00 
Fimmtudagur 16:30-18:00
Föstudagur 16:30-18:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!