Sigurbjörn Dagbjartsson Íslandsmeistari í kasínu

  • Sjóarinn síkáti
  • 12. júní 2017

Íslandsmótið í kasínu 2017 fór fram í Grindavík laugardaginn 10. júní, en mótið var einn af stærri viðburðum Sjóarans síkáta í ár. Mótið var spilað á Salthúsinu hjá Láka og mættu keppendur hvaðanæva að af landinu til leiks. Eftir líflegar undanrásir stóðu fjórir keppendur eftir sem spiluðu til úrslita.

Fyrirkomulagið var þannig að leikmaður var úr leik við annað tap og þannig helltust þeir úr lestinni einn af öðrum þar til eftir stóðu fjórir leikmenn sem léku til undanúrslita. Annars vegar voru það Guðbjörg Ásgeirsdóttir (Gugga) og Jón Gauti Dagbjartsson, og hins vegar Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sigurbjörn Dagbjartsson, fjórfaldur heimsmeistari í kasínu.

Gugga, sem menn vildu meina að hefði "höslað" sig í gegnum mótið þar sem hún sagðist ekki kunna spilið nægjanlega vel, kom skemmtilega á óvart og komst í úrslitaleikinn þar sem hún mætti fjórföldum heimsmeistara, Sigurbirni. Í úrslitum þurfti að vinna 2 kasínur og má segja að Gugga hafi þar mætt ofjarli sínum því Sigurbjörn sópaði henni út af borðinu í fyrra spilinu (þegar öllum 14 punktunum er náð í 1. gjöf þá jafngildir það fullnaðarsigri í viðkomandi spili) og landaði svo tiltölulega auðveldum sigri í seinna spilinu.

Láki á Salthúsinu veitti flott verðlaun til Íslandsmeistarans sem hefur montréttinn í ár en ljóst er að þetta skemmtilega mót hefur fest sig í sessi á Sjóaranum síkáta í Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!