Gunnar Tómasson međ fyrirlestur um björgunarsveitina Ţorbjörn í Kvikunni kl. 20:00

  • Sjóarinn síkáti
  • 6. júní 2017

Gunnar Tómasson heldur fyrirlestur í Kvikunni í kvöld kl. 20:00 þar sem hann mun fjalla um björgunarsveitina Þorbjörn, verkefni hennar og breytingar á tækjakosti í gegnum árin. Gunnar þekkir sögu sveitarinnar vel enda var hann formaður hennar um árabil og einnig formaður Slysavarnarfélags Íslands. 

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Heitt á könnunni.

Gunnar mun meðal annars sýna nýfundna kvikmynd (stuttmynd) sem tekin var í Nauthólsvík 8. maí 1955 rétt eftir að björgunarsveitinni tókst að bjarga 42 skipverjum af togaranum Jóni Baldvinssyni RE sem strandaði vestur á Reykjanesi. Í kvikmyndinni sjást allir meðlimir björgunarsveitarinnar sýna hvernig fluglínutæki sveitarinnar eru notuð við björgun úr strönduðum skipum.

Fyrirlesturinn er hluti af dagskrá Sjóarans síkáta, sem má sjá í heild sinni hér.

Gunnar ásamt þeim Róberti Ragnarssyni, þáverandi bæjarstjóra Grindavíkur, og Kristni Reimarssyni, fyrrum sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, en myndin var tekin árið 2012 þegar Þorbjörn hlaut menningarverðlaun Grindavíkurbæjar.

Myndband sem tekið var þegar söguskilti við Hópsnesvita voru vígð á 80 ára afmæli björgunarsveitarinnar 2011

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir