Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2017

  • Sjóarinn síkáti
  • 2. júní 2017

Dagskrá Sjóarans síkáta 2017 er nú aðgengileg hér á vefsíðunni en henni verður einnig dreift í hús eftir helgi. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein vinsælasta fjölskylduhátíð á landinu og iðar Grindavík af lífi alla helgina og rúmlega það. Dagskráin í ár er glæsileg að vanda og hefur engu verið til sparað til að gera hana sem veglegasta. 

Dagskráin nær að sjálfsögðu hámarki dagana 9. - 11. júní en við byrjum að hita upp strax á mánudaginn og stigmagnast dagskráin svo dag frá degi. Á föstudeginum er litaskrúðganga hverfanna á sínum stað, ásamt bryggjuballi þar sem Ingó og veðurguðirnir munu halda uppi stuðinu. Þá mun úrval grindvískra skemmtikrafta stíga á svið á föstudagskvöldinu.

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sjóaranum í ár. Barnadagskráin er í stóru hlutverki laugardag og sunnudag, en þá koma fram Bjarni töframaður, Solla stirða, Siggi sæti, Íþróttaálfurinn, Halla hrekkjusvín, Skoppa og skrítla, Sirkus Íslands, diskótekið Dísa og Bíbí & Björgvin. Þá verður einnig starfræktur töfraskóli á laugardeginum í umsjón Einars Mikaels. Svo má ekki gleyma leiktækjunum!

Böll og dansleikir verða út um allan bæ. Síðan skein sól spilar á árlegum dansleik körfuknattleiksdeildarinnar í íþróttahúsinu, ásamt Emmsjé Gauta og DJ Agli Birgis. KK Band spilar á Fish house og Dalton á Salthúsinu.

Dagskráin er of viðamikil til að telja hana alla upp hér. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan og er sjón sögu ríkari. Við hlökkum til að sjá ykkur í Grindavík á Sjóaranum síkáta!

Dagskrá Sjóarans síkáta 2017 rafræn útgáfa - SMELLIÐ HÉR


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun