Deiliskipulag fyrir Gunnuhver

Auglýsing um deiliskipulagstillögu

Deiliskipulag fyrir Gunnuhver lagt fram til forkynningar skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2010 -2030.

Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir Gunnuhver og nágrenni þar sem lögð er áhersla á að bæta og gera aðgengi að svæðinu öruggara. Að auka gildi svæðisins til útivistar en um leið verði umferð betur stýrt og þannig verndað fyrir auknum ágangi.

Deiliskipulagstillagan liggur frammi til kynningar á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 og á heimasíðu bæjarins.

Einnig er opið hús kl. 14-16 á bæjarskrifstofum, Víkurbraut 62, þann 29. maí nk. Skipulagsgögn munu liggja frammi og þar er hægt að koma á framfæri ábendingum og fá svör við spurningum.

Athugasemdarfrestur er til kl 16:00 þann 29. maí nk. Hægt verður að senda ábendingar merktar „Deiliskipulag Gunnuhver" - á sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, armann@grindavik.is eða á póstfangið, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.

F.h. skipulagsnefndar Grindavíkur

Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gunnuhver

Grindavík.is fótur