Skólaslit Tónlistarskólans í Grindavík fóru fram 20. maí sl.

  • Tónlistarskólinn
  • 23. maí 2017

Skólaslit Tónlistarskólans í Grindavík fóru fram 20. maí sl. við hátíðlega athöfn. Inga Þórðardóttir skólastjóri fór yfir vetrarstarfið. Þórey Tea Þorleifsdóttir og Hekla Sóley Jóhannsdóttir spiluðu á þverflautu, Þórdís Steinþórsdóttir spilaði á píanó og Sigríður María Eyþórsdóttir söng fyrir viðstadda.

Þrír nemendur luku að þessu sinni 1. stigs prófi á hljóðfæri og í söng, einn nemendi lauk 2. stigi og tveir nemendur luku grunnprófi. Nemendur skólans fengu prófskírteini sín afhent eftir að skólanum var formlega slitið. Myndir frá skólaslitum tónlistarskólans má sjá hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir