Litla upplestrarkeppnin

  • Grunnskólinn
  • 19. maí 2017

Litla upplestrarkeppnin fór fram á sal Grunnskólans við Ásabraut í morgun. Nemendur 4. bekkjar taka þátt í Litlu upplestrarkeppninni en hún er undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er ár hvert í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær.
Í byrjun hátíðarinnar spilaði Thelma Rut Þorvaldsdóttir í 4. V á fiðlu og Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir í 4.M söng eitt lag á milli atriða.

Foreldrar barnanna komu hlustuðu á þau flytja ljóð og sögur og börnin sem lögðu sig öll fram fannst mikið til þess koma að lesa fyrir framan hóp af fólki og sýna færni sína í upplestri. Nemendur höfðu æft af kappi fyrir þessa keppni og stóðu allir sig með glæsibrag.
Nemendur fengu síðan viðurkenningaskjal fyrir þátttöku í keppninni.
Fleiri myndir er að finna á Facebook síðu skólans.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir