Fundur 1445

  • Bćjarráđ
  • 17. maí 2017

1445. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 16. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá með afbrigðum eftirfarandi mál sem 1. mál á dagskrá:

1610065 Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur.
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Til fundarins var mættur Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og kynnti hann málið.

Minnisblað frá HSS dags. 15. maí 2017 lagt fram.

2. 1210095 - Reglur um ferðaþjónustu hjá Grindavíkurbæ
Til fundarins var mættur Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og kynnti hann málið.

Félagsmálanefnd Grindavíkur hefur samþykkt drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

3. 1705049 - Einstök erindi fræðsludeild
Til fundarins var mættur Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og kynnti hann málið.

Lögð fram beiðni um að Grindavíkurbær greiði fyrir skólavist þriggja barna í Breiðholtsskóla.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

4. 1202032 - Reglur Grindavíkurbæjar um inntöku barna á leikskóla
Til fundarins var mættur Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og kynnti hann málið.

Lögð fram tillaga um viðbót við reglur um leikskóla. Við grein III. Reglur um úthlutun leikskóladvalar, 3. tölulið bætist liður vi. sem orðist svo: Börn starfsmanna leikskóla í Grindavíkurbæ. Einnig er umorðað hvernig beri að skila umsókn/gögnum vegna forgangs. Mikilvægi forgangs fyrir starfsmenn liggur í starfsmannaskorti í Laut.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að vi. liður orðist svo: Börn leikskólakennara eða leiðbeinenda í leikskóla í Grindavíkurbæ.

5. 1705058 - Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík

Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík um stofnun öldrunarráðs í Grindavík lagt fram.

Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir fundi með stjórn Félags eldri borgara í Grindavík.

6. 1705059 - Innri leiga Eignasjóðs: Viðauki við fjárhagsáætlun 2017
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna endurreiknings á innri leigu. Viðaukinn felur í sér hækkun gjalda hjá aðalsjóði að fjárhæð 21.055.413 kr. og hækkun gjalda hjá þjónustumiðstöð að fjárhæð 191.255 kr. Fjármögnun er með hækkun tekna eignasjóðs að fjárhæð 21.246.668 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

7. 1705061 - Sýslumaðurinn á Suðurnesjum: Umsókn Grænabergs efh. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar.
Lögð fram umsókn Grænabergs ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gistiheimilis að Víkurbraut 8 í Grindavík.

Fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar og Slökkviliðs Grindavíkur.

Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.

8. 1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
Íbúðalánasjóður býðst til að halda kynningarfund um gerð húsnæðisáætlana.

Bæjarráð samþykkir kynningarfund Íbúðalánasjóðs og felur bæjarstjóra að fá nánari tímasetningu.

9. 1705015 - Landskerfi bókasafna: Aðalfundur 24.maí 2017
Bæjarráð samþykkir að Andrea Ævarsdóttir verði fulltrúi Grindavíkurbæjar á fundinum.

10. 1705062 - Sustainable Feed - viljayfirlýsing
Félag um uppsetningu og rekstur eldisbúgarðs óskar eftir endurnýjun á "Letter of Intent".

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viljayfirlýsingin verði framlengd um 1 ár.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135