Gestir frá vinabćnum Piteaĺ

  • Grunnskólinn
  • 17. maí 2017

Í morgun komu sænskir gestir í jógastund á yngsta stigið ásamt Herdísi Gunnlaugsdóttur leikskólakennara á Heilsuleikskólanum Króki.  Þetta voru sænskir leikskólakennarar sem eru í verkefni með Króki.  Bryndís Garðarsdóttir deildarstjóri yngsta stigs tók á móti þeim, sýndi skólann og einnig fylgdust þeir með vikulegri jógastund í umsjá Halldóru Halldórsdóttur grunn- og kundalinijógakennara.  

 

Vinabæjarsamband Grindavíkur við sænska bæinn Piteå teygir sig aftur til ársins 1978 og ánægjulegt að það skuli enn vera virkt.  Vinabærinn Piteå er norðarlega í Svíþjóð, yndislegur bær þar sem íþróttir og tónlist blómstra.

Nánar má sjá upplýsingar um vinabæinn okkar á slóðinni: http://www.grindavik.is/vinabaeir

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!