Atvinna - Deildarstjóri yngsta stigs í Grunnskóla Grindavíkur

  • Stjórnsýsla
  • 15. maí 2017

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir stöðu deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Starfssvið deildarstjóra
Deildarstjóri er millistjórnandi með mannaforráð og ber ábyrgð á skólahaldi á skólastigi.
Fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu.
Samskipti við nemendur og foreldra.
Umsjón með sérúrræðum nemenda í samráði við kennara og aðra stjórnendur.

Menntunar og hæfniskröfur deildarstjóra
Við leitum að einstaklingi með réttindi til kennslu í grunnskóla sem er metnaðarfullur, víðsýnn og góður í mannlegum samskiptum, hefur skipulagshæfileika, er sveigjanlegur og tilbúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi.
Reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum er æskileg.
Framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg.

• Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með tæplega 500 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Í framtíðarsýn skólans kemur fram að skólinn er lærdómssamfélag þar sem áhersla er á að allir nemendur hljóti góða menntun og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Nemendur, starfsfólk og foreldrar eru virkir þátttakendur í lærdómssamfélaginu. 
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans 

Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. 
Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is fyrir 2. júní n.k.

Nánari upplýsingar veita Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri og Guðbjörg M. Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-1200


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum