Grindavík lagđi KR á útivelli

  • Knattspyrna
  • 11. maí 2017

Grindavíkurkonur fara vel af stað í Pepsi-deildinni en þær unnu KR á útivelli í gærkvöldi, 0-1. Grindavík var mun betri aðilinn í leiknum og sóttu stelpurnar nær látlaust frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir aragrúa marktækifæra leit aðeins eitt mark dagsins ljós en það var hin brasilíska Rilany Aguiar Da Silva. 

Hinir erlendu leikmenn Grindavíkur vorum í algjörum sérflokki á vellinum í gær og virðist Róbert Haraldsson þjálfari hafa unnið heimavinnuna sína vel þegar hann fékk þessa leikmenn til liðsins en Anna Þórunn gat þess í viðtali eftir leikinn að erlendu leikmennirnir væru ekki einungis góðar í fótbolta heldur líka góðir liðsfélagar.

Viðtal við Önnu Þórunni Guðmundsdóttur

Umfjöllum um leikinn á Fótbolta.net

Myndasafn á Fótbolta.net

Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn ÍBV þriðjudaginn 16. maí.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir