Fundur 473

  • Bćjarstjórn
  • 26. apríl 2017

473. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Kristín María Birgisdóttir forseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, Þórunn Svava Róbertsdóttir varamaður, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1611009 - Ársuppgjör 2016: Grindavíkurbær og stofnanir
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2016 er lagður fram til fyrri umræðu.

Lilja Karlsdóttir og Auðunn Guðjónsson, endurskoðendur hjá KPMG, komu á fundinn og fóru yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2016 og svöruðu fyrirspurnum.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu stærðir í ársreikningi og helstu frávik frá áætlun.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Páll Jóhann

Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 277,5 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 71,3 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 299,8 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 89,3 milljónum króna í rekstrarafgang. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 157,8 milljónum króna yfir áætlun.

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:
- Útsvar og fasteignaskattur eru 44,1 milljón króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 159,9 milljónum króna hærri en áætlun.
- Aðrar tekjur eru 45,8 milljónum króna lægri en áætlun.
- Laun og launatengd gjöld eru 36,4 milljónum króna hærri en áætlun.
- Annar rekstrarkostnaður er 79,6 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Afskriftir eru 13,3 milljónum króna hærri en áætlun.
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 22,6 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.716,8 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.543,5 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding er 583,1 milljón króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 25,4 milljónir króna. Langtímaskuldir eru 724,8 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 15,9 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 7.173,3 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 82,3%.
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 52,8% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 513,0 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf. , þá er skuldahlutfallið 16,2%.
Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í bæði í A-hluta og A- og B-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. Í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta er skuldaviðmiðið -10,2%
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 609,6 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 20,9% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 341,9 milljónum króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2016, 213,3 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 484 milljónum króna.
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 19,9 milljónir króna.
Handbært fé hækkaði um 299,5 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 187,6 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2016 var 1.595,3 milljónir króna.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2. 1704026 - Efrahóp 12: stækkun byggingarreitar
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Lagt fram erindi frá Jóni Emil Halldórssyni. Í erindinu er óskað eftir stækkun byggingarreitar við Efrahóp 12.

Skipulagsnefnd leggur til bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og hún grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðum skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

3. 1704019 - Umsókn um byggingarleyfi: Hólmasund 8

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Erindi frá Efnaferli ehf. kt. 460897-2549 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 820m2 iðnaðarhúsnæði við Hólmasund 8. Erindinu fylgja teikningar unnar af Riss verkfræðistofu dagsettar 13.3.2017.
Skipulagsnefnd bendir á að einungis er ein innkeyrsla inn á lóðina skv. deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og byggingarleyfi verði gefið út af byggingarfulltrúa þegar skilyrðum 4. kafla byggingarreglugerðar nr. 112/2012 er uppfyllt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

4. 1704024 - Víkurbraut 34: breyting á aðalskipulagi

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María,

Erindi frá Hermanni Ólafssyni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 vegna Víkurbrautar 34. Óskað er eftir því að reiturinn verði skilgreindur sem verslun og þjónusta svo hægt sé að reka þar gistiheimili. Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem stofnanareitur.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi í samræmi við erindið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

5. 1704022 - aðalskipulag Hafnarfjarðar: beiðni um umsögn

Til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Lagt fram minnisblað frá lögfræðistofunni Rétti.

Tillaga
Bæjarstjórn Grindavíkur áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir við aðalskipulag Hafnarfjarðar á síðari stigum málsins. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, sbr. athugasemdir í 5. tölulið minnisblaðs Réttar, dags. 21. apríl 2017.
Samþykkt samhljóða

6. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna framkvæmda á svæðinu.
Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 14.000.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 14.000.000 kr. sem verði fjármagnaður með hækkun á áætlun gatnagerðargjalda að fjárhæð 10.000.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 4.000.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

7. 1703095 - Strandminjar: samstarfsverkefni
Til máls tóku: Kristín María og Páll Jóhann

Um er að ræða verkefnið "Strandminjar í nágrenni Grindavíkur". Markmiðið er að varðveita sögu sjósóknar í umhverfi Grindavíkur, mynda tóftir verðbúða og draga fram hlutverk þessara staða og lífið í kringum sjósóknina. Fyrirhugað er að framleiða fimm myndbönd sem hvert um sig verði 10-15 mín. að lengd.

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs óskar eftir 600.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 600.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

8. 1703072 - Lionsklúbbur Grindavíkur: Ósk um styrk

Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita 1.000.000 kr. styrk til kaupa á hjálpartækjum til björgunarstarfa.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs og samþykkir jafnframt viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.000.000 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

9. 1704001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1440
Til máls tóku: Kristín María, Marta, Jóna Rut, Hjálmar og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram.

10. 1704006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1441

Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, bæjarstjóri, Hjálmar og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram.

11. 1704007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1442

Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Marta, Hjálmar, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

12. 1703076 - Fundargerðir: DMP Reykjanes
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, bæjarstjóri og Marta

Fundargerð 1. fundar, dags 20. mars 2017 er lögð fram.

13. 1704044 - Fundargerðir: Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Marta, Hjálmar, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Ásrún og Þórunn

Fundargerðir númer 258, 259, 260 og 261 eru lagðar fram.

14. 1703013 - Fundargerðir: Heklan 2017
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, bæjarstjóri, Ásrún, Hjálmar, Páll Jóhann og Þórunn

Fundargerð 56. fundar, dags. 7. apríl 2017 er lögð fram.

15. 1702015 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2017

Til máls tóku: Kristín María, Marta, Jóna Rut, bæjarstjóri, Hjálmar og Páll Jóhann

Fundargerðir 34. fundar, dags. 24, febrúar 2017 og 35. fundar, dags. 7. apríl 2017 eru lagðar fram.

16. 1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017

Til máls tók: Kristín María

Fundargerðir 848. fundar, dags. 24, mars 2017 og 849. fundar, dags. 31. mars 2017 eru lagðar fram.

17. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Páll Jóhann, Þórunn, Hjálmar, bæjarstjóri, Ásrún og Marta

Fundargerð 714. fundar, dags. 12. apríl 2017 er lögð fram.

18. 1704001 - Fundargerðir: Samtök orkusveitarfélaga 2017

Til máls tóku: Kristín María, Marta og Jóna Rut

Fundargerð 29. fundar, dags. 10. mars 1017 er lögð fram.

19. 1704038 - Fundargerðir: Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 2017
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, bæjarstjóri, Marta og Páll Jóhann

Fundargerð 32. fundar, dags. 30. mars 2017 er lögð fram.

20. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Hjálmar, Páll Jóhann og Marta

Fundargerð 479. fundar, dags. 27. mars 2017 er lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135