Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik
Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik

Grindavík fór ekki vel af stað í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla þegar liðið steinlá gegn KR, 98-65. Grindvíkingar byrjuðu leikinn að vísu betur og leiddu 20-23 eftir fyrsta leikhluta en sáu svo ekki aftur til sólar það sem eftir lifði leiks. Skotin voru ekki að detta hjá okkar mönnum og baráttan og gleðin sem einkenndi leik liðsins gegn Stjörnunni voru fjarri góðu gamni í gær. Okkar menn hafa núna tvo daga til að ná áttum, en næsti leikur er í Grindavík á föstudaginn.

Karfan.is gerði leiknum vandlega skil:

Lauflétt hjá meisturunum í fyrsta leik

Grindvíkingar mættu kokhraustir í DHL Höllina í kvöld eftir að hafa sópað Stjörnumönnum í sumarfrí sannfærandi í síðustu umferð, KR-ingar hins vegar voru búnir að eiga harða viðureign við sterka Keflvíkinga. Skemmst er frá því að segja að KR voru talsvert betri í kvöld og unnu öruggan sigur 98 - 65. PJ Alawoya var stigahæstur Vesturbæinga í kvöld með 22 stig og frábæra nýtingu, hjá Grindvíkingum var Dagur Kár Jónsson atkvæðamestur með 17 stig.

Gangur leiksins
Það var jafnt á öllum tölum í 1. leikhluta og Grindvíkingar voru duglegir að skjóta boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna með ágætum árangri, hinum megin spiluðu KR-ingar vagg og veltu sem skilaði aragrúa af opnum sniðskotum fyrstu 5 mínúturnar. Grindvíkingar voru svo skrefinu á undan og luku fyrsta leikhluta með þriggja stiga forystu. 23-20.

Í 2. leikhluta tóku KR-ingar frumkvæðið, vörnin fór að bíta betur og það tók Grindvíkinga næstum 4 mínútur að ná að skora. Áfram voru Grindvíkingar í vandræðum með boltahindranir KR-inga og PJ Alawoya naut þess vel og setti öll sín skot, enda galopinn. Pavel Ermolinski var mjög góður í 2. Leikhluta, stjórnaði leik sinna manna vel og setti góðar körfur að auki. 48-35 í hálfleik.

Í 3. leikhluta kláruðu KR svo leikinn, Brynjar var duglegur að setja þriggja stiga skot og Pavel að finna félaga sína undir körfunni. Stórir menn KR-inga voru líka í fínum gír og klikkuðu varla úr skoti í leikhlutanum. Munurinn að leikhlutanum loknum 22 stig og erfitt fyrir Grindvíkinga. Kristófer Acox var frábær í þessum leikhluta, spilaði hörkuvörn og var illviðráðanlegur í hindrunum sínum. Undirritaður hefur aldrei séð neinn á Íslandi gefa eins góðar hindranir og Kristófer gerir.

4. leikhluti var bara formsatriði fyrir alla leikmenn leiksins, KR voru betri á öllum sviðum og allt loft var farið úr gestunum svo að ruslatíminn byrjaði snemma. Lokatölur 98-65.

Tölfræðin lýgur ekki
Allir tölfræðiþættir leiksins sína yfirburði KR-inga í dag. Vesturbæingar tóku fleiri fráköst, (58-45) gáfu fleiri stoðsendingar (33-15) og skutu boltanum mikið betur. KR skoraði úr 50% af sínum skotum og settu 33% þriggja stiga skota sinna. Grindvíkingar hins vegar skutu 28% og líka 28% í þriggja stiga skotum. Það er afskaplega erfitt að vinna leiki þegar að hitt liðið er með svona mikið betri nýtingu.

Atvikið
Brynjar Þór Björnsson átti fínan leik fyrir KR og slökkti í vonum Grindvíkinga með góðum körfum í 3. og 4. leikhluta. Hann hins vegar sýndi ekki fallegu hliðarnar þegar hann keyrði með olnbogann á undan sér inn í hindrun sem Ólafur Ólafsson setti. Skellti olnboganum í hálsinn á Ólafi og lét eins og ekkert væri. Ljótt atvik og við fyrstu sýn er þetta ekki óviljaverk, en dæmi nú hver fyrir sig - vídjó á twitter


Maður leiksins
Það er ekki auðvelt að velja mann leiksins, Darri Hilmarsson og Brynjar áttu báðir fínan leik, PJ Alawoya og Kristófer Acox voru illviðráðanlegir undir körfunni og Jón Arnór var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Ég ætla að velja Pavel Ermolinski sem mann leiksins, hann gjörsamlega stjórnaði leiknum og leit út eins og sirkusstjóri á löngum köflum með alla þræði leiksins í sinni hendi. Hann gældi við þrennuna með 8 stigum, 11 stoðsendingum og 12 fráköstum. Hann bætti svo við 4 stolnum boltum og var öflugur í vörninni, frábær leikur hjá Pavel.

Næstu skref

Grindvíkingar verða að finna svör við sterkri vörn KR-inga ásamt því að stöðva KR-inga í boltahindranakerfunum sínum, reynslumestu leikmenn liðsins verða að spila betur heldur en í dag og stóru strákarnir mega ekki lenda í villuvandræðum strax. KR-ingar þurfa hins vegar bara að gera meira að því sama, góð vörn og góð boltahreyfing er uppskriftin sem þeir vilja fara eftir.

Umfjöllun \ Sigurður Orri Kristjánsson
Myndir \ Bára Dröfn

Viðtal við Óla Óla eftir leik:

Tölfræði leiksins

Karfan.is - Myndasafn   

Nýlegar fréttir

mán. 24. apr. 2017    Útkall GULUR í kvöld!
mán. 24. apr. 2017    Mikiđ um dýrđir á vorfagnađi eldri borgara
mán. 24. apr. 2017    473. fundur Bćjarstjórnar Grindavíkurbćjar - dagskrá
mán. 24. apr. 2017    Bćjarmálafundir falla niđur í kvöld
mán. 24. apr. 2017    Óli Baldur međ fimm mörk í bikarsigri GG
mán. 24. apr. 2017    Sumarstörf á heilsuleikskólanum Króki
mán. 24. apr. 2017    Hitađ upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annađ kvöld
fös. 21. apr. 2017    Rán um hábjartan dag í Grindavík
fös. 21. apr. 2017    Leikur 2 í kvöld - hvar verđur ţú?
fös. 21. apr. 2017    Jón Steinar međ forsíđumyndina á 200 mílum
fös. 21. apr. 2017    Bandarískur skólahópur heimsótti Kvikuna
fös. 21. apr. 2017    Laus stađa sjúkraliđa viđ skólaheilsugćslu í Grindavík
fös. 21. apr. 2017    Meistaraflokkur kvenna leitar ađ öflugu fólki fyrir sumariđ
fös. 21. apr. 2017    Páskagangan verđur laugardaginn 29. apríl
fim. 20. apr. 2017    Opiđ í sundlauginni og Kvikunni í dag
miđ. 19. apr. 2017    Minja- og sögufélag Grindavíkur hlaut Menningarverđlaun Grindavíkur 2017
miđ. 19. apr. 2017    Matseđill vikuna 24.-28. apríl í Víđihlíđ
miđ. 19. apr. 2017    Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik
miđ. 19. apr. 2017    Liđveitendur óskast
miđ. 19. apr. 2017    DeLux Kvartett Sigurđar Flosasonar á Bryggjunni í kvöld
ţri. 18. apr. 2017    Úrslitaeinvígi Grindavíkur og KR hefst kl. 18:15 í kvöld
ţri. 18. apr. 2017    Björn Lúkas keppir í MMA 6. maí
ţri. 18. apr. 2017    Stelpunum spáđ 7. sćti í Pepsi-deildinni í sumar
ţri. 18. apr. 2017    Grindavík spáđ fallsćti í Pepsi-deild karla
ţri. 18. apr. 2017    Tap í úrslitum Lengjubikarsins stađreynd
Grindavík.is fótur