Fundur 63

  • Frćđslunefnd
  • 11. apríl 2017

63. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 10. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Klara Halldórsdóttir aðalmaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður og Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, varamaður. Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Valdís Inga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Petra Rós Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Elva Björk Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Sæborg Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri og Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri.

Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Dagskrá:

1. 1202032 - Reglur Grindavíkurbæjar um inntöku barna á leikskóla
Kynnt er framlögð tillaga að breytingum á reglum Grindavíkurbæjar um inntöku barna í leikskóla. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

2. 1704018 - Skólapúlsinn: Starfsmannakönnun leikskóla 2016 - 2017
Lagðar eru fram niðurstöður starfsmannakannana Skólapúlsins vegna beggja leikskóla skólaárið 2016 - 2017. Teknar verða upp helstu niðurstöður kannananna í ársskýrslu leikskólanna sem lögð verður fram í fræðslunefnd í lok skólaársins. Þá verður gerð grein fyrir viðbrögðum skólanna í umbótaáætlun skólanna sem eru hluti af starfsáætlun næsta skólaárs.

3. 1704020 - Ráðningarmál: Skólastjóri grunnskóla 2017
Staða skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur var auglýst laus til umsóknar og lauk umsóknarfresti hinn 6. apríl sl. Umsækjendur um stöðuna voru fjórir, þ.e. Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir, Jóhanna Sævarsdóttir, Kristín Sigurðardóttir og Róbert Grétar Gunnarsson. Allir umsækjendur verða boðaðir til viðtals innan tíðar.

4. 1704014 - Skólapúlsinn: Foreldrakönnun 2017
Lagðar eru fram niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins vegna grunnskóla skólaárið 2016 - 2017. Helstu niðurstöður könnunarinnar verða teknar upp í sjálfsmatsskýrslu skólans í lok skólaársins. Grunnskólinn er að sýna töluverða bætingu á flestum þáttum. Fræðslunefnd leggur til að niðurstöðurnar verði kynntar á skólaþingi líkt og gert var um vor 2015 og ný markmið sett.

5. 1610007 - Skólastarf: ytra mat sveitarfélags á skólahaldi 2016-2017

Lögð er fram tillaga að breytingu á áætlun um ytra mat sveitarfélagsins á grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.

6. 1703021 - Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum
Lagt er fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 7. mars sl. hvar fram kemur að misbrestur sé á landsvísu á því að nemendur í grunnskóla fái lögbundinn kennslustundafjölda í list- og verkgreinum sem þeim ber samkvæmt lágmarksviðmiðum í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011. Skólastjóri bendir á að viðmiðunarstundaskrá skólans er lögð fram í starfsáætlun á hverju hausti í fræðslunefnd þar sem grein er gerð fyrir umfangi list- og verkgreina í skólanum sem er yfir viðmiðunarmörkum aðalnámskrár grunnskóla.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.15.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86

Félagsmálanefnd / 14. desember 2017

Fundur 85

Hafnarstjórn / 13. febrúar 2018

Fundur 456

Hafnarstjórn / 8. janúar 2018

Fundur 455

Hafnarstjórn / 27. nóvember 2017

Fundur 454

Frćđslunefnd / 5. febrúar 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 8. febrúar 2018

Fundur 70

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2018

Fundur 69

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472

Skipulagsnefnd / 19. febrúar 2018

Fundur 38

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36