Grindavík jarđađi Stjörnuna í Ásgarđi og er komiđ í úrslit!

  • Knattspyrna
  • 8. apríl 2017

Grindavík var nú rétt áðan að tryggja sér sæti í úrslitaviðureign Domino's deildar karla með því að gjörsigra Stjörnuna á þeirra heimavelli, 69-104. Það var ekki að sjá á leik heimamanna að tímabilið væri undir hjá þeim en leikurinn varð aldrei sérlega spennandi og sigur Grindavíkur aldrei í hættu.

Stjörnumenn áttu engin svör við leik Grindavíkur sem léku við hvurn sinn fingur í þessum leik og settu skot í öllum regnbogans litum. Leikmenn sem hafa verið drjúgir í stigaskorun í úrslitakeppninni eins og Lalli og Óli höfðu frekar hægt um sig í dag en það kom ekki að sök. Það var í raun sama hver fékk boltann í hendurnar, það fór allt ofan í! Liðið setti 17 þrista í 31 tilraun, sem gerir 55% nýtingu. 

Enginn átti þó jafn magnaða innkomu og Þorsteinn Finnbogason, aka Togarinn, sem var gjörsamlega alelda á kafla. Setti hann hvern þristinn á fætur öðrum og pakkaði Hlyni Bæringssyni saman á hinum enda vallarins. Hlynur nagar sig eflaust í handabökin núna að hafa hafnað samningi frá Grindavík í haust.

Munurinn á liðunum var hreint ótrúlegur í dag, en á tímabili munaði 41 stigi. Yngri leikmenn liðsins fengu að klára síðustu tvær mínútur leiksins og gerði Nökkvi Már Jr. sér lítið fyrir og smellti tveimur þristum. Lokastaðan 69-104 og Grindavík er komið í úrslit!

Dagur Kár endaði stigahæstur Grindvíkinga með 23 stig, Þorsteinn 21 og Lewis 22. 

Tölfræði leiksins

Viðtal við Óla Ólafs eftir leik:

Viðtal við Þorstein Finnbogason, alþýðuhetjuna, eftir leik:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!