Fundur 1440

null

1440. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 4. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:30.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá með afbrigðum eftirfarandi mál:

12. Nefndarsvið Alþingis, beiðni um umsögn: flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar

Samþykkt samhljóða


Dagskrá:

1. 1602104 - Daggæsla í heimahúsi: Tillögur um eflingu þjónustu
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli.

Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs, ásamt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram og leggja málið fyrir næsta bæjarráðsfund.

2. 1703017 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja 2017
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu máli.

Bæjarráð felur sviðsstjóra að semja við knattspyrnudeildina um framlengingu á samningi og leggja fyrir bæjarráð.

3. 1703094 - Ungmennafélag Grindavíkur: Áskorun frá UMFG
Bréf frá fólki úr íþróttahreyfingunni í Grindavík um að framkvæmdum við íþróttamannvirki verði flýtt er lagt fram.

Bæjarráð bendir á að nýtt íþróttahús er í hönnun og gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári.

4. 1703011 - TG Raf: Bréf vegna þjónustusamnings
Byggingafulltrúi sat fundinn undir þessu máli.

Bréf frá TG raf ehf. er lagt fram.

5. 1702081 - Þjónustusamningar: við iðnaðarmenn
Byggingafulltrúi sat fundinn undir þessu máli.

Bæjarráð felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

6. 1701033 - Staðarvör 4: Ósk um lokaúttekt.
Byggingafulltrúi sat fundinn undir þessu máli.

Erindi frá eigendum að Staðarvör 4 er lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að bjóða eigendum að Staðarvör 4 að koma á næsta fund bæjarráðs.

7. 1603098 - Sölutilboð: lóðir við Víkurbraut og Sunnubraut
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessu máli.

Bæjarráð hafnar sölutilboði lóðanna.

8. 1703028 - Umsókn um lóð: Víðigerði fjölbýli
Byggingafulltrúi sat fundinn undir þessu máli.

Málinu er frestað.

9. 1611009 - Ársuppgjör 2016: Grindavíkurbær og stofnanir
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir drög að ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans árið 2016.

Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi 18. gr. og 61. gr. laga nr. 138/2011.

10. 1703065 - Markaðsátak á Reykjanesi: Ferðamannaleiðin Blue Diamond
Málinu er frestað til næsta fundar.

11. 1703072 - Lionsklubbur Grindavíkur: Ósk um styrk
Málinu er frestað til næsta fundar.

12. 1704008 - Nefndarsvið Alþingis, beiðni um umsögn: flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar
Mál tekið á dagskrá bæjarráðs með afbrigðum.

Málið hefur margsinnis komið inn á borð bæjarráðs og hefur afstaðan ekki breyst síðan þá.

Bæjarráð Grindavíkurbæjar styður að Alþingi feli dómsmálaráðherra að hefja undirbúning að flutningi Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55.

 

 

Grindavík.is fótur