Stíll 2017 - hönnunarkeppni félagsmiđstöđva

  • Grunnskólinn
  • 24. mars 2017

Laugardaginn 4. mars fór fram í Laugardalshöllinni hönnunarkeppni „Stíll" sem er árleg Samfés hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Yfir 40 félagsmiðstöðvar tóku þátt og var umgjörðin í kringum keppnina hin glæsilegasta. Þema keppninnar í ár var "Gyðjur og goð".

Stúlkurnar sem kepptu fyrir hönd Grunnskóla Grindavíkur stóð sig mjög vel þótt þær ynnu ekki til verðlauna núna. Frá Grindavík kom sem sagt „Gyðja snjós og ís" og var útfærslan hjá stúlkunum glæsileg eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Öll vinna keppenda við módel fór fram á staðnum en allur sýnilegur klæðnaður var hannaður af hópnum fyrirfram. Markmið Stíls eru m.a. að hvetja unglinga til listsköpunar og gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika auk þess að vekja jákvæða athygli á því sem unglingar eru að fást við á sviði sköpunar.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!